Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 41

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 41
Nei, Bandaríkin ákváðu að stöðva allan fjárhagsstuðning sem þeir veita UNRWA af því að Ísraelsher sakaði 12 starfsmenn af 13,000 starfsmönnum stofnunarinnar um að hafa átt þátt í árás Hamas þann 7.október 2023 (Soussi, 2024). Tveir þeirra voru látnir, en hinir tíu voru um leið reknir og rannsókn hafin, en þrátt fyrir það hafa nú 17 ríki, ásamt Evrópusambandinu, ákveðið að rétt viðbrögð við þessu sé að frysta fjárhagsstuðning stofnunnar sem veitir þá bráðnauðsynlegu neyðaraðstoð sem Palestínumenn þurfa (Soussi, 2024). Vesturlönd telja tímabært að knésetja þá ófullnægjandi neyðaraðstoð sem kemst inn þrátt fyrir ítrekun Alþjóðadómstólsins um að auka neyðaraðstoð. Þá ákveða Vesturlönd að svipta þá 220,000,000 Palestínumenn sem standa frammi fyrir hungursneyð (OCHA, 2024, 16. febrúar) aðstoð Sameinuðu Þjóðanna, á sama tíma og þau kjósa að taka engar ráðstafanir til þess að sjá til þess að Ísrael framfylgi úrskurðinum og takmarki dauðsföll. Þetta væri nú fyndið ef það væri ekki grátlegt. Ef saklaus börn, konur og menn myndu ekki deyja vegna þess. Viðbrögð Bandaríkjanna koma ekki á óvart, enda óforskammaðir í hræsni sinni þegar kemur að alþjóðalögum og stríðsglæpum. En ég hafði meiri von um að Ísland myndi hunskast til þess að fylgja ekki í sömu spor. En það voru mín mistök, þar sem íslenska ríkisstjórnin gat ekki einu sinni stutt vopnahlé, hafði víst ekkert að segja um réttarmálið og getur ekki einu sinni kallað eftir útgöngu Ísraels úr Evróvisjón, hefði maður ekki átt að eiga von á neinu öðru frá þeim. Vesturlönd, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, finnst það eðlilegt að frysta stuðning til heillar stofnunar vegna sjálfstæðra gjörða nokkurra einstaklinga (sem er ásakað en ekki sannað) og refsa þar með almenningi sem verður án bráðnauðsynlegar hjálpar sem gæti bjargað lífi þeirra. Alveg eins og ráðamenn Ísraels finnst sjálfsagt að fremja stríðsglæpi og hópmorð á saklausum almenningi vegna gjörða skæruliða, og valda þar með dauða margfalt fleiri en árásir Hamas hafa nokkurn tímann gert. Hver er eiginlega rökstuðningurinn hér? Hamas var fordæmt fyrir voðaverk sín, vegna þess að saklaust fólk lét líf sitt, líf sem engin hafði rétt til þess að taka! En ráðherrar og valdafólk Vesturlanda geta ekki fengist til þess að gagnrýna voðaverk Ísraels, jafnvel það að Alþjóðadómstóllinn hafi skipað Ísrael að fyrirbyggja þjóðarmorð í gjörðum sínum, fær mótspyrnu. Þegar íslenskir stjórnmálamenn slá sér á brjóst vegna stöðu Íslands sem fyrirmynd jafnréttis, réttlætis og mannréttinda, má minna þá á hvernig þeir gátu ekki staðið í fæturna og kallað eftir vopnahlé, staðið bak við neyðaraðstoð til Palestínumanna eða beitt þrýstingi gegn Ísrael. Um heiminn allan er fólk í hættu, verið er að myrða Masalit fólkið í Darfur í Súdan (Ahmed 2023), Róhingja múslimar hafa verið útsettir fyrir þjóðarmorði síðan 2017 sem Vesturlönd geta víst til- greint sem þjóðarmorð (European nations join Myanmar genocide case, 2023) og Palestínumenn eru að svelta og deyja af völdum Ísraels með stuðningi Vesturlanda. Heimurinn þarf að sýna að honum stendur ekki á sama, að enginn komist upp með að fremja slíka glæpi fyrir framan nefið á öllum. En nei, heiminum er víst sama, þegar verið er að fremja þjóðar- morð á Palestínu, ekki bara það heldur þá sveltum við þau líka. Heimildaskrá Ahmed, Kaamil & Salih, Zeinab Mohammed (2023, 21. nóvember). Sudan’s cycle of violence: ‘There is a genocide going on in West Darfur’. The Guardian. European nations join Myanmar genocide case (2023, 17. nóvember). Aljazeera. GAZA: 10,000 children killed in nearly 100 days of war. (2024, 11. Janúar) Save the children. OCHA, United Nations Office for the Coordination of Humanitarian Affairs (2024, 7. febrúar). Hostilities in the Gaza Strip and Israel | Flash Update #120. OCHA, United Nations Office for the Coordination of Humanitarian Affairs (2024, 16. febrúar). Hostilities in the Gaza Strip and Israel - reported impact | Day 132. Soussi, Alasdair (2024, 17. febrúar). Which countries are still funding UNRWA amid Israel’s war on Gaza? Aljazeera. Suður Afríka v. Ísrael, Alþjóðadómstóll Sameinuðu Þjóðanna (2024). 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.