Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 22

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 22
21 Í október árið 2021 var framið valdarán í Súdan. Þetta valdarán var það fjórða sem átti sér stað í Afríku það ár, en valdarán er það þegar skyndileg stjórnarskipti sem komið er í kring með vald- beitingu verða. Í kjölfar valdaránsins í Súdan tjáði aðalritari Sameinuðu þjóðanna sig um að „faraldur“ valdarána gengi yfir álfuna, en svo virðist sem ekkert lát sé á þessum faraldri þar sem fjögur önnur valdarán hafa orðið í Afríku frá valdaráninu í Súdan. Árið 2022 voru tvö valdarán framin í Afríku. Bæði áttu sér stað í Búrkína Fasó og með þeim hafa þrjú valdarán orðið í ríkinu síðasta áratuginn, en þar var einnig gert valdarán árið 2014. Í Búrkína Fasó hafa átt sér stað níu valdarán frá árinu 1950, en fyrir árið 2014 hafði ekki orðið valdarán síðan árið 1987. Í valdaráninu árið 1987 var maður einn myrtur, en sá maður hafði sjálfur komist til valda með valdaráni árið 1983. Sá maður hét Thomas Sankara og var einn helsti byltingarsinni Afríku fyrr og síðar. Thomas Sankara fæddist árið 1949 í bænum Yako í Efri-Volta, en Búrkína Fasó hét Efri-Volta fram til 1984. Sankara sýndi mikla námshæfileika í æsku og vegna þeirra átti hann möguleika á að ganga í gagnfræðiskóla, þrátt fyrir að foreldrar hans höfðu alltaf óskað þess að hann gerðist prestur og gengi í prestaskóla. Hann ákvað þó að ganga í herinn þegar hann útskrifaðist úr gagnfræði- skólanum, sautján ára að aldri, og gekk í herskóla í Ouagadougou, höfuðborg ríkisins. Í herskólanum varð hann vitni að fyrsta valdaráninu í Efri-Volta, en það varð árið 1966, aðeins sex árum eftir að landið hlaut fullt sjálfstæði frá Frökkum, árið 1960. Undirofurstinn Sangoulé Lamizana var í forystu valdaránsins og gerðist annar forseti ríkisins. Hann gegndi þeirri stöðu allt fram til 1980, en þá var honum bolað frá völdum með valdaráni ofurstans Saye Zerbo, sem gegndi embættinu fram til 1982. Á meðan valdatíð Lamizana stóð gekk Sankara í annan herskóla í Madagaskar og útskrifaðist þaðan sem ungliði (e. junior officer) árið 1973. Í herskólanum í Madagaskar lærði Sankara ekki einungis hefðbundin hernaðarbrögð heldur varð hann einnig mjög vel að sér í sögu og landbúnaði, en sú þekking átti eftir að gagnast honum vel síðar. Einnig las hann mikið af verkum Karls Marx og Vladimir Leníns, en hugmyndir þeirra höfðu mikil áhrif á pólitískar skoðanir hans til frambúðar. Árið 1974 tók hann þátt í sínu fyrsta stríði, en það stríð var vegna landamæradeilu Efri-Volta og Malí. Á svipuðum tíma stofnaði hann djass-hljómsveitina Tout-à-Coup Jazz ásamt einum nánasta vini sínum, Blaise Compaoré, en Sankara spilaði á gítar og Compaoré söng. Hann varð sífellt vinsælli í Ouagadougou, en þangað hafði hann flutt eftir herskólann í Madagaskar, og var þekktur fyrir að hjóla um stræti borgarinnar, sem var óvenjulegt fyrir mann í hans stöðu á þessum tíma. Árið 1981 var hann gerður upplýsingamálaráðherra í stjórn Saye Zerbo, sem hafði rænt völdum árið áður, en Sankara hafði gegnt stöðu yfirmanns herstjórnarþjálfunarmiðstöðvar (e. Commando Training Center) í sunnanverðri Efri-Volta síðan 1976. Í stjórnartíð Saye Zerbo stofnaði Sankara þó leynifélag ásamt öðrum ungum liðsforingjum sem kallaðist Regroupement des officers communistes (ROC), eða Hópur kommúnistaliðsforingja. Í því leynifélagi voru Henri Zongo, Jean- Babtiste Boukary Lingani og Blaise Compaoré þekktastir, að Sankara frátöldum. Sankara gegndi stöðu upplýsingamálaráðherra fram til ársins 1982, en þá sagði hann af sér í mótmælaskyni þar sem hann taldi stjórnina ekki gegna skyldu sinni gagnvart fólkinu. Sama ár var gert annað valdarán í Efri-Volta og varð Jean-Baptiste Ouédraogo forseti. Hann gerði Sankara að forsætisráðherra sínum í janúar árið 1983, en honum var sagt upp störfum í maí sama ár. Sankara hafði reynt að gera ýmsar umbætur í valdatíð sinni, en eftir uppsögnina hann var handtekinn ásamt félögum sínum í ROC, að Blaise Compaoré frátöldum. THOMAS SANKARA Katla Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.