Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 27

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 27
Ég heiti Stulli, ég er 23 ára, á þriðja ári í Stjórnmálafræði og ég tók annað árið mitt í skiptinám í Strassborg, Frakklandi. Hvernig var skólinn/skólakerfið úti miðað við hér á íslandi? Skólakerfið var allt öðruvísi úti miðað við hér á Íslandi. Ég var í 10 þriggja eininga áföngum á önn og þeir voru allt annars eðlis en þeir sem við tökum hérna heima. Í áföngunum var hvert viðfangsefni mjög afmarkað, ég tók t.a.m. einn áfanga um menningu til uppbyggingar í Evrópu með áherslu á Glasgow og annan um samband Bretlands og Evrópu frá 1945 til Brexit. Þetta var hressandi tilbreyting en ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég átti að taka skrifleg lokapróf á blaði… í mínu fyrsta prófi, eftir u.þ.b. 10 mín var ég tilbúinn að reisa krampakvalda hendina í loft og hvetja til sniðgöngu. Ég var því vægast sagt ánægður að koma til baka og fá að taka próf á inspera. Var ferlið að sækja um skiptinám flókið? Ertu með einhver ráð fyrir fólk sem hefur áhuga á að sækja um? Ferlið er mjög mismunandi eftir því hvert fólk sækir um. Þetta getur verið mjög yfirþyrmandi ferli og ég mæli því eindregið að fara á fund í persónu hjá alþjóðasviði HÍ! Hvað var mesta menningarsjokkið? Hjólin og þetta reddast ekki. Það tók mig ótrúlega langan tíma að venjast því að hafa hjólreiðafólk út um allt. Ég lenti allt of oft í vandræðalegu; stíga til hægri og svo vinstri og hægri aftur þegar ég mætti hjólafólki… þau urðu pirruð og ég fór í mega bömmer… nú er ég þaulreyndur í þessum aðstæðum og ég get sagt ykkur að reglan er að gangandi vegfarandinn á að halda sínu striki og hjólreiðarmaðurinn á að þræða mannmergðina. Annað sem ég brenndi mig illa á var að ég tók hið íslenska „þetta reddast“ hugarfar út. Sama hvað það er þá reddast það ekki þarna úti heldur verður þú að skipuleggja og vera viðbúinn! Þetta var ótrúlega erfitt en lærdómsríkt. Hvers saknaðir þú mest? Kennarana okkar!!! SKIPTINEMAGREIN Sturlaugur Sigurðsson Upplifir þú Ísland núna öðruvísi eftir að hafa verið úti? Já eins og ég get bölvað Ísland sé ég betur hvað það er gott og þægilegt að búa hér. Allir ferlar eru auðveldari hér, sækja um og hætta í símaáskrift, skrá sig í áfanga, sækja um styrki. Þetta var allt talsvert flóknara úti í Frakklandi a.m.k. Það sem kom mér helst á óvart var hvað ég upplifði mig lítið evrópskan þarna úti. Ég gerði mér frekari grein fyrir því hvað Ísland er á torkennilegum stað hvað varðar sjálfsmynd og menningu. Ég held að það sé að miklu leyti hvað við erum á afskekktum stað… nálægðin, flæðandi landamæri og sameiginleg saga virðast vera svo mikill partur af sjálfsmynd evrópubúa. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.