Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 35

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 35
Við getum púslað því saman að árlegu námsferðirnar, til Bandaríkjanna annars vegar og Brussel hins vegar, eru örlítið eldri en félagið sjálft. Það er erfitt að fá staðfest hvenær var fyrst farið í þessar ferðir og hvort að þetta hafi verið nemendaferðir (þ.e. djammferðir ótengdar skólanum) eða námsferðir (þ.e. kennari er með og nemendur mæta þunnir á virtar stofnanir). Einhverjar frásagnir benda til að fyrstu ferðirnar voru á árunum ‘91 eða ‘92 og voru nemendaferðir til Manchester. Þó virtist annað koma í ljós í ræðu Hönnu Birnu heiðursgests okkar á síðustu árshátíð. Þar sagði Hanna Birna okkur sögu frá námsferð sinni (með kennara) til Sovétríkjanna og London. Besta ágiskun okkar er að þessi ferð hafi verið á milli ‘89 og ‘91. Það færir okkur þó ekki nær um hvenær farið var í fyrstu ferðina en staðfestir að námsferðirnar eru eldri en félagið sjálft þó að nú til dags sjáum við um skipulagningu hennar. Stærsta tólið okkar til að varðveita sögu félagsins hefur verið okkar allra besta Íslenska leiðin (nú Póllinn). Blað stjórnmálafræðinema kom fyrst út árið 2001 undir nafninu Íslenska leiðin. Í fyrstu var blaðið fullt af fræðilegum greinum skrifaðar af prófessorum og stjórnmálamönnum um alþjóðamál og sérstöðu Íslands – þessi áhersla á íslenska sjónarhornið er líklegasta ástæðan fyrir þjóðernislega nafninu. Með tímanum þróaðist blaðið og varð blanda af fræðandi og skemmtilegu efni gert til að vekja áhuga stjórnmálafræðinema. Veturinn 2022- 2023 þótti tímabært að breyta nafninu og eftir kosningar nemenda var nafnið Póllinn valið. Ég var ritstýra blaðsins þennan vetur og fannst gríðarlega mikilvægt að saga Íslensku leiðarinnar og Politicu myndi ekki glatast með nafn- breytingunni. Þess vegna var lagt í samstarf með Tímarit.is til þess að birta allar útgáfur Íslensku leiðarinnar sem áður voru læstar á skjalasafni Þjóðarbókhlöðunnar. Með birtingu Íslensku leiðarinnar á Tímarit.is er ómetanlegt púsl í sögunni okkar loksins orðið aðgengilegt öllum. Stjórnmálafræðinemar geta skoðað hvað voru talin helstu málefnin árið 2007, hvað Bjarna Ben (þá óbreyttur þingmaður) fannst um Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna árið 2005 og einnig hvaða vísindaferðir Politica fór í árið 2011. Það má jafnvel sjá glitta í nokkra af kennurunum okkar djamma á sínum tímum sem nemendur. Ég hvet ykkur öll til að skoða þessar gömlu útgáfur af tímariti stjórnmálafræðinema. Þann 14. apríl næstkomandi munum við halda upp á 30 ára afmæli Politicu. Við vonumst til að yfir kaffi og kökum munu núverandi stjórnmálafræðinemar mæta þeim gömlu og saman getum við fyllt inn í götin sem hafa myndast í sögu félagsins. Greinin í Stúdentablaðinu ‘95 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.