Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 43

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 43
Frjósemisréttindi fatlaðra Það tíðkaðist og hefur tíðkast að framkvæma ófrjósemisaðgerðir á fötluðum einstaklingum þá sérstaklega þeim sem eru með þroskahömlun og með leg. Þetta hefur viðgengist í Evrópu og þar á meðal á Íslandi. Í mörgum tilfellum eru þessar aðgerðir gerðar án samþykkis frá einstaklingnum og eru þær stundum framkvæmdar undir fölsku flaggi. Árið 1938 tóku við lög á Íslandi sem heimiluðu ófrjósemisaðgerðir. Tekið var fram að það þyrfti að vera heimild frá skjólstæðingi til þess að framkvæma slíka aðgerð en þess þurfti ekki ef að einstaklingur glímdi við geðröskun eða fötlun sem var talinn vera á því stigi að einstaklingur myndi ekki gera sér grein fyrir þeim varalegu áhrifum sem aðgerðin hafði í för með sér. Lögin í þessari mynd voru felld úr gildi árið 1975. Árið 2023 birti The New York Times grein þar sem að Sarah Hurtes lýsti máli 28 ára gamallar konu með þroskahömlun. Stjórnandinn á sambýli sem konan bjó á ákvað að það yrði best að senda hana í legnám til þess að það yrði auðveldara að „hugsa“ um hana. Ófrjósemisaðgerðir eru bannaðar í mörgum alþjóðasáttmálum og eru taldar lögbrot víða en samt sem áður tíðkast þetta. Árið 2007 skrifaði Ísland undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar kemur meðal annars fram í 23. grein að réttur fatlaðs fólks til að stofna til sambands og ganga í hjónaband ásamt því að frjósemisréttindi þeirra eigi að vera á pari við réttindi ófatlaðra. Síðan var það árið 2019 þar sem að ófrjósemisaðgerðir án samþykkis voru formlega gerðar ólöglegar á Íslandi nema því undanskildu að það sé læknisfræðileg nauðsyn fyrir inngripinu. Þetta á þó einungis við um aðgerðir þar sem lokað er á eggjaleiðara með skurðaðgerð en ekki legnám. Því er hægt að ef að það er vilji fyrir hendi að komast hjá lögunum og svipta einstakling með þroskahömlun sjálfræði á þennan máta. Kynbætur Það að hafa áhrif á frjósemisréttindi einstaklinga og þá sérstaklega að framkvæma ófrjósemis- aðgerðir á einstaklinga sem eru taldir „óhæfir“ til barneigna er eitthvað sem má rekja til hugmynda- fræðinnar um kynbætur (e. eugenics). Kynbætur er sú hugmynd að það sé til hið fullkomna man, erfðafræðilega séð. Í gegnum söguna höfum við sjá að ákveðnir hópar hafa passað betur inn í þessa ímynd af hinu fullkomna mani heldur en aðrir, hverjir það eru getur þó verið breytilegt eftir tíma og menningu. Skýrt dæmi um kynbætur eru til dæmis skimanirnar eftir Downs-heilkenni. Það hefur tíðkast síðan 2000 hérlendis að skima eftir því hvort að fóstur séu með Downs-heilkenni og ef svo er hefur verið mælt með að konur bindi enda á þungunina en á árabilinu 2016 - 2023 hafa um 35 þunganir verið rofnar af þeim ástæðum að fóstrið var með Downs-heilkenni. Þessi tvö dæmi gefa okkur að einhverju leyti innsýn inn í þann heim sem við búum í. Heim þar sem við teljum það vera í okkar höndum að stjórna náttúrunni. Heimur þar sem að líkami þeirra sem geta borið börn er í rauninni lítið annað en eitthvað tæki sem aðrir geti nýtt sér til þess að hafa áhrif á framtíðina. Því hvað annað er framtíðin en sú kynslóð sem mun feta þennan veg á eftir okkur. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.