Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 40

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 40
Þann 29. desember 2023 stefndi Suður Afríka Ísrael fyrir Alþjóðadómstóli Sameinuðu Þjóðanna vegna meints brots á ákvæði alþjóðalaga um þjóðarmorð (Suður Afríka v. Ísrael, 2024). Tilgangurinn var að fyrirbyggja og fara fram á refsingu fyrir þjóðarmorð ísraelska hersins á Palestínumönnum á Gasa sem hófst eftir árás Hamas liða þann 7. október 2023. Ísrael er þar með ásakað um þjóðarmorð á Palestínumönnum. Um 1200 Ísraelar og erlendir ríkisborgarar voru drepnir í árás Hamas þann 7. október 2023, og áætlað er að 134 gíslar séu í haldi Hamas. Í kjölfar þess hóf Ísrael allsherjar árás gegn Gasa til þess að „útrýma Hamas“ en þeim hefur tekist talsvert betur að drepa óbreytta borgara og gjöreyða öllu Gasa svæðinu, þar sem ísraelski herinn hefur nú á fjórum mánuðum drepið 28,775 Palestínumenn og sært 68,552 (OCHA, 2024, 16. febrúar). Í þessu svokallað Ísrael-Hamas “stríði” hefur ísraelski herinn náð að myrða allavega 10,000 börn (GAZA: 10,000 children killed in nearly 100 days of war, 2024) 160 starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna, 340 heilbrigðisstarfsmenn og 124 fréttamenn. Og mannfallið gæti margfaldast þar sem 378,000 Palestínumenn eru nú að svelta í hel vegna skorts á mat og nauðsynlegum birgðum (OCHA, 2024, 16. febrúar). En þetta er nú stríð, svo Ísrael Herinn hefur einnig þolað mannfall, rétt um 232 hermenn hafa látið lífið síðan landhernaður hófst (OCHA, 2024, 16. febrúar). Greinilega er ástandið í Gasa gríðarlega slæmt og Ísraelsríki hefur gengið töluvert lengra í aðgerðum sínum en að berjast gegn Hamas, eða að bjarga gíslum í haldi Hamas, enda þess vegna sem Alþjóðadómstóllinn hefur tekið upp málið þar sem raunveruleg hætta er á því þjóðarmorð sé í framkvæmd. Kveðið var á um að Ísraelsríki skuli tafarlaust sjá til þess að nauðsynleg neyðaraðstoð komist til Palestínumanna sem eru í bráðri neyð, ásamt því að takmarka sem best dauðsföll almennra borgara á meðan Ísrael safnar saman gögnum sér til varnar fyrir dómstólnum (Suður Afríka v. Ísrael, 2024). Það að Alþjóðadómstóllinn hafi tekið málið alvarlega þrátt fyrir mikinn þrýsting valdamikla ríkja var ekki sjálfgefið og mikilvægt skref í að byggja upp virðingu gagnvart alþjóðlegum lögum, þótt það sé mikill vonbrigði að dómstóllinn hafi ekki kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þótt það hefði nú engu breytt þar sem ráðamenn Ísrael hafa í sínum yfirlýsingum lýst yfir algjörum skorti á virðingu fyrir alþjóðalögum. Það er upp á ríki heimsins komið að viðhalda alþjóðlegu réttarkerfi og beita þrýstingi gegn Ísrael, að sýna að ríkin standi ekki hjá þegar hætta er á því að glæpur gegn mannkyni sé í burðarliðnum. En Vesturlönd ætla víst ekki að halda uppi alþjóðarétti þar sem þau telja að viss ríki hafi fullan rétt til þess að fara á skjön við hann. Nei. Það fyrsta sem Vesturlöndin gerðu sýndi hve lítils virði líf Palestínumanna er að mati ráðamanna. Voru ítrekaðar fullyrðingar um að málið stæði ekki á neinum grunni dregnar til baka? Ákváðu leiðtogar hins frjálsa heims að þrýsta á bandamann sinn að virða og standa við lög alþjóðlega réttarkerfisins? Var einhver umræða um að vopnahlé þyrfti til þess að draga úr hættu um mögulegt þjóðarmorð? ÞJÓÐARMORÐ? SVELTUM ÞAU LÍKA! Edda Sól Arthursdóttir 39 Ísraelska ríkið skal tafarlaust taka skilvirkar ráðstafanir til þess að leyfa veitingu bráðnauðsynlegar grunnþjónustu og mannúðaraðstoðar til þess að takast á við slæm lífsskilyrði sem Palestínumenn standa frammi fyrir á Gaza-svæðinu (Suður Afríka v. Ísrael, 2024).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.