Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 10

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 10
09 Kínverski kommúnistaflokkurinn er einn stærsti stjórnmálaflokkur í heiminum með 98 milljónir meðlimi og þrátt fyrir sí endurteknar ágiskanir vestrænna, og íslenskra miðla um að flokkurinn sé alltaf við það að falla þá hafa spárnar aldrei ræst. Þar með er heldur sniðugra að læra hverjir eru hvað innan flokksins og hverjar eru fylkingarnar frekar en að giska um það hvenær flokkurinn sé að fara falla, sem er ekki að fara gerast á okkar lífsskeiði. Það eru ýmsar fylkingar innan kínverska kommúnistaflokkinn, sem dæmi má nefna: Tuanpai (ungmenna flokkurinn), Princelings, Tsinghua Clique, Shanghai Clique, Old guard o.s.fr. Margar af þessum fylkingum eru tengdar, eins og Princelings og Tsinghua Clique en öflugustu fylkingar flokksins eru Shanghai Clique og Princelings. Þessar tvær fylkingar hafa mestu áhrifin innan flokksins og móta stefnu hans. Princelings Til að skilja þessar fylkingar og stefnu þeirra er gott að hafa í huga uppruna þeirra. Princelings eiga rætur að rekja til Mao Zedong, meðlimir þessara fylkingar eru synir/afkomendur aðila sem marseruðu með Mao í Göngunni miklu. Þessir einstaklingar sem fylgdu Mao lentu margir hverjir í hreinsunum Maos í menningarbyltingunni, þar á meðal Xi Jinping og faðir hans. Með upprisu og valdaaukningu Xi hafa þessir “Prinsar” fengið uppreist æru og áhrif þeirra innan flokksins einungis aukist. Þessir einstaklingar eru helstu stuðningsmenn Xi og eru margir þeirra í öðrum fylkingum eins og Tsinghua Cliq. Þeir hafa margir hverjir fengið áhrifamikil embætti, þrátt fyrir það að margir eru einungis jámenn. Prinsarnir fylgja algjörlega flokkslínu Xi og hefur aukin harðlínustefna orðið meira viðurkennd í flokknum. Áhersla á átök við Vesturlönd og hernaðarlegum inngripum í Taívan hefur færst í aukana, á þann skala að þegar hernaðarlega orðræðan fer næstum úr böndunum þurfa flokksliðar að minna harðlínumenn á að fylgja flokkslínunni. Shanghai Clique Shanghai Clique flokkast sem viðskiptaelíta flokksins, þeir hafa margir hverjir auðgast mjög á nútímavæðingu og markaðsvæðingu Kína í kjölfar Open door policy. Margir leiðtogar þessarar fylkingar hafa gegnt æðstu embættum borgarinnar og fylkisins Shanghai, margir hafa verið borgarstjórar eða fylkisstjórar Shanghai. Frægasti leiðtogi Shanghai Clique var Jiang Zemin sem var einn voldugasti leiðtogi Kína og gerði kaupsýslumönnum í fyrsta skipti kleift á að ganga í flokkinn, gegn því skilyrði að þeir gæfu hressilega í flokkssjóðinn. Þessi fylking hefur alltaf verið hlynnt hugmyndafræði Deng Xiaoping sem lagði mikla áherslu um að auka verslun og frjálsa markaðs- væðingu í Kína, jafnvel ef það þýddi að flokkurinn legði minni áherslu á pólitísku markmið sín (t.d. Taívan). Síðan Jiang þá hefur Shanghai Clique alltaf haft mikil áhrif innan flokksins, sérstaklega í efnahags-málum, þrátt fyrir það að áhrif fylkingarinnar hafi dalað síðan valdatöku Xi og Princelings. Einnig hafa áhrif þeirra minnkað verulega vegna aukinna hreinsana sem ýmsir áhrifamiklir einstaklingar innan þessarar fylkingar hafa lent í (t.d. Hu Jintao). FYLKINGAR KÍNA HVERJIR ERU HVAÐ? Auðólfur Már Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.