Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 28

Póllinn - apr. 2024, Blaðsíða 28
Samskipti Alþýðuveldisins Kína og Taívanska lýðveldisins hafa alltaf verið erfið. Frá endalokum borgarastyrjaldarinnar í Kína á síðustu öld og kalda stríðsins, þá hefur aldrei tekist almennilega að binda enda á togstreituna milli ríkjanna tveggja. Lengi vel viðurkenndu ríkin ekki sjálfstæði hvors annars og deildu um hvort ríkið væri réttmæta ríkisstjórn Kína. Við endalok kalda stríðsins urðu vatnaskil í milliríkja samskiptum Kína og Taívan. Í kjölfar dauða Chiang Kai Shek og Mao, glötuðu þjóðernissinnarnir völdum í Taívan og umbótasinnarnir komust til valda í Kína. Alþjóðlega var kommúnistaflokkurinn í Kína viðurkenndur sem réttmæta ríkisstjórnin og lagði nýi leiðtogi Kína, Deng Xiaoping, minni áherslu á að leggja undir sig Taívan og meiri áherslu á að betrumbæta viðskiptatengsl Kína við vesturlönd. Einnig taldi Deng að með aukinni efnahagslegri velsæld í Kína, og að leggja meiri áherslu á diplómatískum og viðskiptalegum samskiptum við Taívan myndi það leiða einn daginn til að Taívan myndi sameinast Kína á friðsamlegum máta undir svipuðu fyrirkomulagi og var í Hong Kong (eitt ríki, tvö kerfi). Á sama tíma í Taívan var meiri áhersla lögð á lýðræðisleg þróun og með árunum jókst áherslan á að Taívan væri ekki réttmæt ríkisstjórn Kína, heldur sjálfstætt lýðræðislegt ríki sem ætti enga samleið með kínverskum löndum sínum (litu meira á sig sem Taívana heldur en Kínverja). Hins vegar gat þetta skeið ekki enst. Með tilskipun Xi Jinping til forseta Kína árið 2013 þá varð algjör stefnubreyting í samskiptum Kína við Taívan. Xi var á því mati að núna væri kominn tími til að sýna umheiminum styrk Kína og eitt af fyrstu skrefum hans var að draga úr sjálfræði Hong Kong. Þetta gerði það að verkum að öll sú vinna sem hafði verið sett í að fá Taívan til þess að sameinast Kína undir sama fyrirkomulagi fór í vaskinn, þar sem að Taívanar sáu harkalegu viðbrögð kínverskra stjórnvalda á mótmælendum í Hong Kong sem varð til þess að hugmyndir um sjálfstæði og þjóðerni urðu ennþá sterkari. Þessi viðbrögð Taívans fóru ekki framhjá kínverska ríkinu sem varð til þess að nýja stefnan í samskiptum Kína við Taívan væri að ná þá á sitt vald með hvaða leiðum sem væru möguleg, með sérstaka áherslu á hernaðarlegum mátum. Diplómatísk samskipti milli þessara tveggja ríkja hafa ekki verið svona slæm síðan endalok borgarastyrjaldarinnar og flótta þjóðernissinnanna til Taívan. Mætti eiginlega segja að samskiptin séu verri þar sem að þrátt fyrir vilja Maó til þess að sigra þjóðernissinnana endanlega þá var aldrei neinn vilji til þess að leggja undir sig Taívan ef það leiddi til stríðs við Bandaríkin. Núna hefur orðræðan í flokknum þróast í það að árekstrar við Bandaríkin séu óumflýjanleg og hafa einstaklingar úr flokknum sem hafa ekki verið nógu miklir harðlínumenn verið settir til hliðar eða látnir hverfa. Einnig væri það mikilfengleg arfleifð fyrir Xi Jinping ef að hann gæti verið leiðtoginn sem myndi binda endanlega enda á borgarstyrjöldina og þjóðernissinnana, og sameina Taívan loksins við meginlandið. Það má líka benda á það að Taívan stendur í vegi fyrir vilja Kína til að verða sjóveldi í Asíu þar sem að Taívanska eyjan lokar fyrir allar leiðir til að stækka sjávarlandamæri Kína austur á bóginn (þrátt fyrir sandskerjabyggingu Kína í Suður-Kínahafi). KOSNINGAR Í TAÍVAN, NÝ STJÓRN, ERFIÐIR TÍMAR Auðólfur Már Gunnarsson 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Póllinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.