Úrval - 01.12.1974, Side 3
12. hefti
33. ár.
Úrval
Desember
1974
Með þessu hefti lýkur 33. árgangi Úrvals. Að mörgu leyti
hefur þessi árgangur orðið tímaritinu erfiður, sem kemur með-
al annars fram í því, hve síðbúin heftin hafa verið.
Nú stendur til við áramót að gera á þessu hót og betrun. Við
hefjum 34. árgang með því að gefa út sameiginlegt janúar—
febrúar hefti, stækkað hlað og aukið. Með því vinnst tvennt:
Lesendur fá meira magn i einu, og vonandi dugar það líka til
þess, að við getum héðan í frá komið blaðinu út á réttum tíma.
Með 34. árgangi breytir Úrval líka að nokkru um svip. Nýir
hausar koma á fasta þætti, og gerð verður smávægileg önnur
breyting á útlili þess, til að gefa því slcemmtilegra yfirbragð.
Vonandi verður þess heldur ekki langt að bíða, að takast megi
að gera á því enn gagngerðari breytingar útlitslega séð, svo
það verði þægilegra fyrir augað.
En Úrval þarf ekki að kvarta undan viðtökum almennings.
.Tafnt og þétt fjölgar áskrifendum t)laðsins, sem hlýtur að benda
til þess, að lesendum þess falli það í geð. Þetta er ánægjuleg
hvatning, en ekki einsdæmi, því víðast hvar í hinum vestræna
heimi hefur tímaritum af þessu tagi vaxið verulega fiskur um
hrygg upp á síðkastið. Vera má, að ástæðan sé sú, að mönnum
þykir heppilegt að fá jafn margvíslegan fróðleik og skemmti-
efni í aðgengilegu formi — lesefni, sem munar um og nokkurs
virði er, en sparar jafnframt tíma.
Úrval óskar lesendum sínum gleðilegs árs og þakkar fyrir
Ritstjóri.