Úrval - 01.12.1974, Side 6
4
in áttu ekki annars úrkosta en að
hlaupa út. Nú rann upp fyrir þeim
sá skelfilegi sannleikur, að dreng-
irnir þrír voru enn uppi á loftinu
og engin leið að ná til þeirra. An-
drew Turner þaut til að ná í
slökkviliðið. Það kom, innan fárra
mínútna — en of seint. Slökkvi-
liðsmennirnir náðu líkum drengj-
anna ofan af loftinu, en þeir höfðu
kafnað af banvænum reykefnum.
Hinn beiski sannleikur er sá, að
í sorgarsögu Turners endurspeglast
grundvaliaratriði svo margra heim-
ilisbruna: Sérkennilegt aðdráttar-
afl, sem eldspýtur hafa á börn;
rangt mat á því hvað á að gera
fyrst — sem ætti í öllum tilfellum
að vera að reyna að koma fólkinu
út. Framar öllu öðru sýnir þessi
saga hve tilgangslaust það er að
reyna sjálfur að berjast við nokkuð
nema örlítinn eld. Það, sem Turn-
ershjónin hefðu átt að gera, var
einfaldlega að loka setustofudyrun-
um. Sagan sýnir líka, hve skelfi-
lega hratt reykur, hiti og skaðvæn-
legar lofttegundir af brennandi
efnum geta náð banvænu stigi í
herbergjum, sem eru langt frá hin-
um raunverulega bruna.
Eldur brýst út á breskum heimil-
um einu sinni á hverjum 14 mínút-
um og kveikir í 50.000 húsum og
íbúðum á hverju ári. Hann eyði-
leggur verðmæti fyrir um 7%
milljarð króna og veldur um 800
dauðsföllum.
„Það er hægt að koma í veg fyrir
næstum öll þessi dauðsföll,“ segir
Norman Stroker Smith, forstjóri
breska eldvarnareftirlitsins, „ef að-
eins hver einasta fjölskylda vildi
ÚRVAL
gæta nokkurra einfaldra varnaðar-
atriða.“
Öryggi þarf ekki að hvíla á sér-
stökum búnaði. Það mætti fækka
dauðsföllum af völdum elds á heim-
ilum um helming, aðeins með því
að setja viðeigandi varnarhlífar á
öll eldstæði og þær tegundir upp-
hitunar, sem geta kveikt í út frá
sér. Eldvarnaeftirlitið breska legg-
ur áherslu á, að þótt hita- og reyk-
skynjunarkerfi (áreiðanlega kerfi
af því tagi sem kosta þar í landi
um 70.000 kr.), brunastigar og
brunakaðlar (kostnaður áætlaður
um 15.000 kr. á hús), geti verið nyt-
samlegir hlutir, sé slíkur búnaður
númer tvö í varnarlínunni. Slökkvi-
tæki geta reynst beinlínis hættu-
leg, nema þau séu undir stöðugu
eftirliti og standist kröfur, sem gera
verður til slíkra tækja. Einn eftir-
litsmanna eldvarnaeftirlitsins orð-
aði þetta þannig: „Afgerandi sek-
úndum er eytt í að fuma við slökkvi
tæki, þegar önnur slökkviáhöld eru
miklu nær hendi. Vatn úr blóma-
vasa getur drepið sígarettuglóð,
sem er á frumstigi í stól. Teppi eða
gólfmotta getur slökkt eld í fötum
eða öðru viðlíka."
Reyndin varð sú, að allir fimm
sérfræðingarnir, sem ég ræddi við,
ráðleggja öllum húseigendum að
fara eftir fimm nauðsynlegum
grundvallarreglum, áður en þeir
fjárfesta í nokkrum tækjum.
1) LEGGIÐ STRANGAR REGL-
UR UM MEÐFERÐ ELDS. Gálaus
meðferð eldspýtna, sígarettna og
annarra reykingatækja valda u. þ.
b. fimmtungi allra dauðsfalla af
völdum elds á heimilum. Að reykja