Úrval - 01.12.1974, Page 7
ER HEIMILI ÞITT ELDGILDRA?
5
í rúminu, sem veldur að minnsta
kosti 1000 eldsvoðum á ári í Bret-
landi, er sérstaklega hættulegt.
Sængurföt úr gerviefnum þurfa
ekki nema 10 mínútur til að fram-
leiða svo mikið af eitruðum reyk-
efnum, að það sé banvænt.
Ef þú vilt ekki banna reykingar
algjörlega á heimili þínu, skaltu
sjá fyrir nægilegum fjölda af stór-
um og stöðugum öskubökkum, og
úr þeim má aldrei hreinsa í rusla-
körfu, sem kviknað getur í. Leyfið
engum — hvorki heimilismanni né
gesti — að reykja í rúminu.
2) LÍTIÐ EFTIR Á HVERJU
KVÖLDI. Áður en þið farið í bólið,
skuluð þið líta eftir því, í hverjum
hægindastól, sófa, öskubakka og
ruslakörfu að ekkert sé það, sem
kviknað getur í. Takið sjónvarpið
úr sambandi og önnur raftæki, sem
ekki er verið að nota. Reynið að
fela opna elda og verja þá, sömu-
leiðis önnur hitatæki, sem geta
valdið íkveikju, með eldvarna-
skermum.
Lokið gluggum og öllum hurð-
um. Af öllum einföldum varúðar-
ráðstöfunum, sem hægt er að gefa,
er þessi mikilvægust. Með því að
koma í veg fyrir að loft berist að
eldinum, er hægt að tefja fyrir
honum og jafnvel kæfa hann. Góð
timburhurð, sem fellur vel að
þröskuldi sé hún lokuð, getur þre-
faldað þann tíma, sem tekur eld,
er kviknar annars staðar í húsinu,
að verða óþolandi eða banvænn
innan þeirra dyra.
3) GERIÐ SKÝRA BJÖRGUNAR-
ÁÆTLUN FYRIR FJÖLSKYLD-
UNA. Komið öllum í fjölskyldunni
í skilning um, hvers þeir geta vænst,
áður en þeir standa frammi fyrir
eldsvoða. Gangið úr skugga um, að
þeir viti, að ef kviknar í getur orð-
ið of dimmt til að þeir sjái til
(vegna reyks eða af því að rafmagn-
ið hafi slegið út). Það getur orðið
erfitt að anda og venjulegar út-
gönguleiðir geta lokast af hita og
eldi. Ef ungbörn eða aðrir, sem
eiga erfitt með að bjarga sér sjálfir,
eru í fjölskyldunni, er rétt að fela
einum aðila fjölskyldunnar að hafa
ábyrgð á að koma þeim undan.
Gangið frá ákveðnum stefnumóts-
stað úti fyrir, þar sem allir eiga að
mæta, ef þeir þurfa að bjarga sér
úr eldsvoða, svo hægt sé að ganga
þegar í stað úr skugga um, hvort
einhvern vantar.
Rétt er að halda æfingar annað
slagið. í fyrsta lagi verður að gera
viðvart, í öðru lagi að koma öllum
út eins fljótt og auðið er, loka
einnig öllum hurðum og gluggum,
sem mögulegt er, í þriðja lagi verð-
urðu að koma þér út sjálfur. — I
fjórða lagi á að kalla á slökkvilið-
ið, (gáðu að því núna, hvaða síma-
númer þú átt að hringja í, ef elds-
voða ber að höndum). Leggið
áherslu á nauðsyn þess að gera allt
fljótt. Það er enginn tími til að
fara í fötin, safna saman eigum sín-
um eða berjast við eldinn — nema
hann sé ennþá svo lítill, að hægt
sé að kæfa hann þegar í stað — og
alls ekki má fara aftur inn í brenn-
andi hús.
Æfðu þig á því að spretta snöggt
á fætur, þar sem þú liggur í rúm-
inu, fara að svefnherbergishurðinni
og strjúka hana til að gá, hvort hún