Úrval - 01.12.1974, Side 10

Úrval - 01.12.1974, Side 10
8 URVAL fangið ekki nákvæmlega á stund- inni, þegar eitthvað óvænt kemur upp á, eins og ef kviknar í. Þegar skelfing grípur um sig, getur fjöl- skyldan sjálf ruglast í ríminu. ☆ ÓHREKJANDI SÖNNUN. Sálfræðiprófessorinn hóf fyrirlestur sinn þannig: „Frumstæður maður gefur aldrei upp nafn sitt af ótta við, að það verði notað til þess að ná töfravaldi yfir honum. Hann neitar ekki, heldur víkur sér undan spurningunni.1 Þegar hér var komið, þagnaði prófessorinn og hvessti sjónir á einn nemandann, sem var önnum kafinn að lesa í dagblaði. „Hvað heitir maðurinn, sem situr á aft- asta bekk og er að lesa í blaði?“ spurði hann svo. Maðurinn með blaðið kipptist við og spurði í fáti: „Hver? Ég?“ „Dömur mínar og herrar,“ sagði prófessorinn. „Hvað sagði ég?“ B.B. ÞAÐ ER TUNGUNNI TAMAST . . . Þegar Anna, síðar kona hins fræga flugkappa Charles Lindberg, var lítil stúlka, var einu sinni von á margmilljóneranum J. P. Morgan í teboð heim til foreldra hennar, herra og frú Dwight Morrow. Morgan hafði sérkennilega stórt og áberandi nef, og frú Morrow óttaðist, að hreinskilni litlu stúlkunnar kynnu að valda óþægindum, svo hún talaði alvarlega við Önnu, áður en gesturinn kom. „Þú veist, að það er ókurteisi að tala um útlit fólks,“ sagði hún. „Svo þótt þér þyki nefið á herra Morgan óvenjulegt, verður þú að lofa mér því að minnast ekki á það einu orði.“ Frá þeirri stundu, að gesturinn frægi var kominn inn fyrir dyr, gat Anna ekki haft augun af nefi hans. Móðir hennar var eins og á nálum og reyndi svo lítið bar á að láta telpuna fara eitthvað frá. Loks fór hún — án þess að nokkuð hneykslanlegt hefði gerst. Frú Morgan dró andann léttar, hellti tei í bolla gestsins og spurði brosandi: „Má bjóða yður rjóma eða sítrónu í nefið, herra Morgan?“ HÚS í HÁLFHRING. í Kíev hefur verið byggt 600 metra langt hús, sem liggur í hálf- hring. Húsið er liður í tilraunabyggingum og liggur þannig, að allir íbúarnir fá sólríkar íbúðir. Það hefur komið í ljós, að ódýrara er að byggja svona byggingu en 12 aðskilin hús jöfn henni að stærð. APN.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.