Úrval - 01.12.1974, Page 11
9
/ sviptivindum breytinganna í Suðaustur Asíu
stýrir sérstæður einvaldur landi sínu í átt til
lýðræðis.
ANTHONY PAUL
Hinn fjölhæfi konungur
Thailands
íðla árs 1973 söfnuðust
thailenskir stúdentar,
íjí þreyttir á spillingu her-
foringjastjórnarinnar,
^ saman undir myndum
■'* af konungi sínum og
drottningu og fóru í mótmælagöngu
um göturnar. í óeirðunum, sem
fylgdu, féllu yfir 800 þeirra fyrir
byssuskotum eða voru kramdir
undir skriðdrekum. En stjórninni
var steypt. Og konungurinn fól
nýrri stjórnarnefnd, sem aðallega
var skipuð óbreyttum bor'gurum,
að semja lýðræðislegri stjórnar-
skrá og halda frjálsar kosningar.
í kjölfar byltingarinnar hófu
stúdentar, hermenn og lögregla
skæruhernað. Eitt sinn, þegar upp-
þot var gert fyrir utan lögreglu-
stöð, var verkfræðistúdent skotinn
til bana. Rétt sem ekki virtist ann-
að sýnna en æstur múgurinn kveikti
í lögreglustöðinni í hefndarskyni,
brá lögreglan fyrir sig varnarvopni,
sem virðist áhrfaríkara í Thailandi
en byssur. Þeir drösluðu tveimur
stórum spjöldum með myndum af
konungshjónunum fram á tröppur
lögreglustöðvarinnar. Stúdentarnir
voru ófúsir að ráðast á byggingu,
sem þannig var skreytt og létu
deigan síga — síðan var samið um
ágreininginn.
Konungur, sem getur í senn veitt
byltingarsinnuðum æskulýð inn-