Úrval - 01.12.1974, Page 14

Úrval - 01.12.1974, Page 14
12 ÚRVAL níu konungum í röð síðan 1782, fyrstu konungar Chakri ættarinnar, komu því inn hjá hinum Búddha- trúuðu thailendingum, að konung- urinn væri almáttugur og næstum því guð sjálfur — Búddhisattva — eða mannleg vera, sem er orðin svo þroskuð, að hún á skammt í að verða Búddha. Almúgafólkinu var bannað að líta ásjónu hans. Ef það mætti honum, átti það að kasta sér á grúfu frammi fyrir honum. Þrátt fyrir allar erfðavenjur hafa konungar Chakri ættarinnar reynt að viðhalda almennri skynsemi, að minnsta kosti síðustu öldina eða svo. Mongkut konungur, sem ríkti frá 1851 til 1868, gaf út reglugerð um trúarlegt umburðarlyndi, sem er ein fyrsta tilraun Asíu nútímans til að skilgreina persónulegan rétt borgaranna. Sonur hans og eftir- komandi Chulalongkorn hélt áfram á sömu braut, afnam þrælahald og kom á laggirnar nútíma menntun- ar- og stjórnunaraðferðum. Mesta afrek konunganna t.veggja var engu að síður að vernda siálf- stæði Thailands. Heppni og stjórn- málavit kom í veg fyrir, að bretar eða frakkar gerðu konungdæmið að nýlendu sinni. „Við erum eins og bambusinn," segja thailendingar stoltir af þjóð sinni, sem heldur sjálfstæðinu mitt á milli nýiendn- anna. „Við bognum með vindinum en brotnum aldrei.“ 1930 var Thai- land (nefnið þýðir land frelsisinsl, eina raunverulega sjálfstæða þjóð- in frá Persíu til Japans. En þótt thailendingar hæfu tutt- ugustu öldina sem algjört konung- dæmi, tókst sjöunda Chakri kon- inginum ekki að sveigjast eftir hin- um nýju stjórnmálavindum heima- fyrir. Eftir nýtísku valdarán í Thai- landi 1932, kröfðust ungu herfor- ingjarnir og embættismennirnir, sem að valdaráninu stóðu, þing- bundins lýðræðis, og Chakri ættin fór að sitja við völd, fremur en stjórna. En valdatómið, sem myndaðist, þegar algjöru konungsveldi var ýtt til hliðar, var aldrei fyllilega bætt með nýkjörinni ríkisstjórn. Kring- umstæðurnar, ekki síst þau átök, sem fram fóru í Asíu — heims- styrjöldin síðari og yfirvofandi valdataka kommúnista í nágranna- ríkinu Kína — gerðu það að verk- um, að stjórnin lenti í höndum herforingja, sem stjórnuðu með harðri hendi. Þegar Bhumibol komst til valda 1946, þá 19 ára gamall, gat hann engin öfl hagnýtt sér, þrátt fyrir stöðu sína í orði kveðnu sem æðsti yfirmaður hersins, önnur en sið- ferðileg og tilfinningaleg. En á þessum sviðum treysti hann stöðu sína og gerði sitt besta, ekki síst með því að gera eins og hann best kunni í erfiðri aðstöðu. Á árunum milli 1950 og 1960 helgaði hann sig því að læra hinar fjölbreyttu og flóknu opinberu og trúarlegu skyld- ur, sem konungdómnum hvíldu á herðum, og að hitta og kynnast þjóð sinni. Hann lagði áherslu á utan- ríkismál strax á árunum upp úr 1960. Þá fór hann í opinbera heim- sókn til 30 landa og tók á móti æðstu mönnum 20 erlendra ríkja til Thailands. HEIMASTJÓRN. Heima í kon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.