Úrval - 01.12.1974, Síða 17
15
Viltu auka orðaforða þinn?
1. örgull: skortur, vöntun, vatns- eða krapaelgur, erfiðleikar, hindrun,
gremja, lélegt skyggni.
2. maurildi: ljósfyrirbrigði í sjó af völdum einfrumunga, skordýr, orm-
ur, drusla, fjöldi, deila, mygla.
3. að kjá: að úrskurða, að gægjast, að láta asnalega, að spyrja, að gera
gælur við, að gefa hornauga, að stríða.
4. nýtni: forvitni, sparsemi, fróðleiksfýsn, afskiptasemi, gagnsemi, nota-
gildi, það að nota hlutina vel.
5. vammlaus: miðmjór, ófyrirleitinn, sem kann ekki að skammast sín,
gallalaus, með lýtalaust mannorð. auðtrúa, fyrirhyggjulaus.
6. að valkóka: um sérstakan gang í hesti, að flengríða, að slóra, að
hnýsast í, að velja, að tvístíga, að snúast vonarlegur kringum e-n.
7. ókynstur: óvættur, skrímsli, óhæfa, óþekktur, ókunnugur, mikill
fjöldi, mikið magn.
8. miski: skaði, hvísl, móða, tjón, myrkur, netlykkja, líknsemi.
9. móskaður: vorkunnlátur, miskunnarlaus, hulinn dökku skýi, skemmd-
ur, upplitaður, daufur, hugrakkur.
10. kerfill: fugl, fiskur, skipulag, flokkur, garðjurt, fastheldinn maður,
afturhaldssamur.
11. keyfandi: skálmandi, trítlandi, öldurót, skafrenningur, blindhríð,
slydda, gola.
12. gálkn: ofsakæti, skrímsli, skap, skaplyndi, lýti, öndunarfæri fiska,
viðamikið, þunglamalegt kerfi.
13. að kúlpa: að þrúga, að þvinga, að missa móðinn, að hírast, að skaga
fram, að híma, að bólgna.
14. rismál: nónbil, fótaferðartími, kl. sex árdegis, háttatími, trésmíða-
áhald, mælitæki, mælieining.
15. gapaldur: slúðurberi, kjaftaskúmur, stór munnur, vítt op, þvaður,
stórt herbergi, galdrastafur.
16. kembi: kembdur ullarlagður, ‘ullarjblanda af ýmsum litum, hvalur,
hnokkatré, brekka, einstigi, þel.
17. að þembast: að hamast, að bólgna upp, að gera sitt ýtrasta, að vera
í fýlu, að vera fáorður, að koma sér hjá e-u, að vera stirður í umgengni.
18. að þybbast: að veita seiga (en ekki snarpa) andspyrnu, að fitna, að
bólgna, að fara í fýlu, að reiðast, að þrjóskast við, að reyna af öllum
mætti.
19. keikur: duttlungur. hægur og þyngslalegur gangur, fattur, óvani,
tilgerð, borubrattur, hræddur. Svör á bls. 128.