Úrval - 01.12.1974, Síða 20
18
ÚRVAL
Tímaritið ORION í Bandaríkjunum, sem er virt
og víðlesið tímarit, gefið út af The Christian
Spiritual Alliance, Inc., birti í maí/júní hefti ritsins
Í97Í grein eftir dr. Jóhann M. Kristjánsson
undir fyrirsögninni Life Dormand and Active, með
undirfyrirsögninni Iceland is a mighty whirlwind of
Energy Life and Spirit.
Greinin birtist nú hér í íslenskri þýðingu höfundar.
Blundandi líf og virkt
sland er magnþrunginn
sveipur oi'ku lífs og
anda.
Hér verður reynt að
lýsa skapgerð (charact
er) ÍSLANDS, og leit-
ast við að komast að kjarna þess,
og við hvað sé stuðst í ummælum
og ritmáli allt frá spádómum Píra-
mitanna, um, að dulúðugir eigin-
leikar ÍSLANDS geti orðið sterkasti
tengillinn hér á jörð við sköpunar-
mátt alheimsins og skorið úr um
hvort mannkyns þróunin heppnast.
Leitast skal við að láta stað-
reyndirnar einar skera úr um nið-
urstöðuna.
Hvernig er þá ÍSLAND?
„Hér á andinn óðul sín öll sem
verða á jörðu fundin." — Sigurffur
frá Arnarvatni.
Því verður ekki neitað, að stöku
einstaklingar bera hátt yfir fjöld-
ann að reisn í fasi og svipmóti.
Eins gnæfir ÍSLAND yfir flest
svæði jarðarinnar. Mikilúðugt svip-
mót þess á ekki sinn líka. Þegar
lífið blundar og orkan hvílist um
mestan hluta yfirborðs jarðar, þá
vaka VÆTTIR ÍSLANDS, þá brýst
um orka efnis og lífs í náttúruham-
förum þessa glóandi-heita-ískalda-
lands, bjargföstu og skjálfandi í
senn í umróti eldsins í eigin æðum,
i
i