Úrval - 01.12.1974, Side 25
23
/ lilln þorpi í Sviss búa íbúar af mörgu þjóðerni í
núnu sambýli. Hér er samvinna og friður milli
þjóðanna ekki bara slagorð, heldur uppörvandi,
daglegur raunveruleiki.
SUSANNE STUBER
Friður
ríkir í barnabænum
VNÍK'/K'ÍÍBix ran Nhu Bien stillti
vK* íbúum hússins upp í
röð og virti þá fyrir
sér. Fóru fötin eins og
vK
vK T
* 1
*
vK
*
*
Þau áttu að fara? Voru
‘N matprjónarnir tilbúnir?
Svo setti hann segulbandstækið í
gang, og litlu, víetnömsku stúlk-
urnar hoppuðu og stukku í takt við
matprjónadans heimalands síns.
í nágrannahúsunum tóku finnsk,
itölsk og kóreönsk börn sams kon-
ar lokaæfingar, og reyndar börn af
öllum þjóðernum, sem þarna voru.
Það var ,,guðfeðradagur“ í Pesta-
lozzi —■ bænum Trogen í Sviss.
Meira en 500 Svisslendingar fóru
þennan regnvota júnídag upp í hið
græna Appenzellerland, hátt uppi
yfir Bodenvatni, til þess að heim-
sækja skjólstæðinga sína — fyrsta
alþjóðlega barnabæinn í heiminum.
Þeir nutu dagsins með börnum af
10 þjóðernum, drukku te og glödd-
ust við litskrúðuga dansa barnanna.
Áður en þeir sneru til baka,
þakkaði stjórnandi barnabæjarins,
hinn ungi Traugott Hufschmid,
þeim fyrir komuna. ,,Ég velti því
oft fyrir mér, hvað framtíðin muni
færa okkur hér í Trogen,“ sagði
hann. „En þegar ég sé í dag, hve
marga við eigum að, veit ég, að
framtíðin er okkur örugg.“
Pestalozzi-barnabærinn var stofn-
aður 1946 sem öruggt athvarf fyrir
börn, sem urðu foreldralaus í
heimsstyrjöldinni síðari. En síðan
hafa fórnarlömb annarra átaka
fundið þar heimili: ungversk börn,
sem urðu heimilislaus 1956 vegna
uppreisnarinnar þar, tíbetebúar,