Úrval - 01.12.1974, Side 30
28
ÚRVAL
í 23 mínútur stöðvaðist hjarta þessa manns
og þar með öll merki um líf. Hér reijnir hann að týsa
því, sem hann reyiuli um dauðastundina og
„liinn veruleikann".
VTCTOR SOLOW
„Ég dó klukkan 10.52"*
*****
VK Þ >K w
* * * sU * *
*****
egar við konan mín
lögðum af stað, laugar-
dagsmorguninn 23.
mars, til að fá okkur
í skóginum, vissi ég
ekki, að það myndi líða hálfur mán-
uður þar til ég kæmi heim aftur.
Ég átti eftir að leggja af stað í þá
ferð, sem við öll verðum að fara
einhvern tíma, en mjög fáir eiga
afturkvæmt úr. En í mínu tilfelli
varð ekki til fulls úr ferðinni, vegna
þess að þar rak hver tilviljunin
aðra og allt stóð svo nákvæmlega
heima, að það er næstum fáránlegt
Victor Solow er 57 ára forstjóri
kvikmyndafyrirtækisins Solo Pro-
ductions í New York.
að nota orð eins og „heppni" og
„tilviljun“ í sambandi við það.
Eftir að við höfðum skokkað, ók-
um við heim á leið í fögru veðri.
Klukkan 10.52 nam ég staðar við
rautt ljós á krossgötum við Boston
Post Road, beint á móti bensínstöð.
Á þeirri stundu byrjaði hin langa
og merkilega ferð mín, og ég verð
að láta konu mína lýsa næstu mín-
útunum:
Victor sneri sér að mér og sagði:
„Heyrðu, Lucy, ég . . .“ Um leið
seig hann snögglega saman í sæt-
inu eins og lífinu hefði verið kippt
úr honum, en hann hélt höfðinu
stöðugt uppréttu og í uppglenntum
augunum var eins og agndofa undr-
un. Eg sá strax, að hann heyrði
hvorki né sá.