Úrval - 01.12.1974, Side 31

Úrval - 01.12.1974, Side 31
É'G DÓ KLUKKAN 10.52 29 „Victor, Victor!" æpti ég í ör- væntingu minni. É’g reif í hand- bremsuna og kallaði á hjálp út um glugga. Nú var komið grænt ljós og bílarnir fyrir aftan óku framhjá okkur. Enginn veitti okkur athygli. Victor var nú grágrænn í framan. Neðri kjálkinn slapti, en í augun- um var ennþá þessi agndofa undr- un. Ég reyndi að ýta honum frá stýrinu til að aka honum á sjúkra- hús, en nú varð manninum á ben- sínstöðinni, Frank Colangelo, ljóst, að eitthvað var að, svo hann hringdi á lögregluna. MIKILSVERÐAR SEKÚNDUR. Klukkan var nú 10.55 og hjarta mitt hafði staðið kyrrt í 3 mínútur. í bókum um skyndihjálp stendur: ,,Ef andardráttur og hjartsláttur stöðvast í meira en 4 til 6 mínútur, hefst heilasköddun og dauði. Lífg- unartilraunir verða að hefjast þeg- ar í stað. Það eru sekúndurnar, sem skipta máli. Tíminn var nú að renna út. 60 sekúndur í viðbót, og heila- frumur mínar myndu byrja að deyja. Nú gerðist fyrsta tilviljunin. Ekki var búið að senda út boð frá lög- reglustöðinni, þegar James Donn- ellan, umferðarlögregluþjónn, nam staðar á bak við okkur á gatnamót- unum, þar sem bíllinn okkar hafði stöðvast. Hann kannaði í flýti æða- slátt og andardrátt, en fann hvor- ugt, svo hann dró mig í flýti út úr vagninum með hjálp Colangelos og byrjaði að gera á mér öndunartil- raunir og veita mér hjartahnoð. Annar umferðarlögregluþjónn, Michael Sena, var í kílómeters fjar- lægð, þegar tilkynningin barst um talstöðina. Hann var kominn til okkar innan hálfrar mínútu. Hann var með súrefnistæki í bílnum og það tók hann aðeins sekúndur að koma grímunni fyrir vit mín. Allan tímann hélt Donellan áfram hjarta- hnoðinu. „En ég hélt, að það væri of seint,“ sagði Sena við mig síðar. „Ég hefði þorað að veðja hverju, sem væri. að þú værir dáinn.“ Frá lögreglustöðinni hafði líka verið sent neyðarkall til sjúkra- liðsins um litlu talstöðvarnar, sem allir sjúkraliðar bera við beltið. Þetta heyrði Tom McCann, sjúkra- liðsmaður, sem var að líta eftir brunavörnum aðeins um 50 metra frá krossgötunum. Hann leit upp, kom auga á Donellan og Sean, sem lutu yfir mig, og eftir 10 sekúndur var hann kominn. „Ég þreifaði á hálsinum á þér — McCann mér seinna. „Þú dróst ekki andann, en þú hafðir opin augun. Sjáöldrin voru útþanin, og það er ekki góðs viti.“ Það þýðir, að heil- inn fær ekki blóð, og að viðkom- andi geti verið látinn. Klukkan var 10.56. McCann tók að sér hjartahnoðið. Þetta er 120 kílóa skrokkur, svo það hefur ekki verið neitt hálfkák. FULLKOMIN SAMRÆMING. Hin undarlega keðja heppilegra tilvilj- ana hélt áfram. Fyrir utan slökkvi- stöðina voru vaktaskipti í þann mund að verða, þegar kallið kom. Eftir andartak yrði fyrri vaktin farin, en sú síðari tæplega full til- búin. Sjúkrabíllinn stóð alveg hjá sjúkraliðunum, og 5 þjálfaðir sjúkra iiðsmenn - Peter Brehmer, Ronald
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.