Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 33
EG DÓ KLUKKAN 10.52
31
En sjötta daginn varð skyndileg
breyting. Ég vaknaði um morgun-
inn og fannst heimurinn ekkert
merkilegur lengur. Eitthvað í mér
hafði ákveðið að snúa aftur að fullu.
Eftir þann dag batnaði mér hratt
og átta dögum seinna var ég braut-
skráður.
„HVERNIG ER ÞAÐ AÐ DEYJA?“
Þetta er spurning, sem oft hefur
verið lögð fyrir mig af fjölskyldu
minni, frændum, vinum og meira
að segja af bláókunnugum. Hvort
ég myndi, hvað fyrir mig hefði
komið þessar 23 mínútur, sem hjarta
mitt og andardráttur var stöðvað-
ur? Þetta er lífsreynsla, sem ég á
erfitt með að lýsa.
Svo reyndi ég að hugsa og skynja
mig aftur til þessarar reynslu. Mér
varð ljóst, hvers vegna ekki er svo
auðvelt að segja frá henni. Þegar
ég yfirgaf líkama minn, yfirgaf ég
um leið allt, sem gefur mér skiln-
ing á heiminum og álítum raun-
verulegt. En samt uppgötvaði ég,
að nú veit ég vissa hluti um minn
sess í þessum heimi — og á hvern
hátt ég tilheyri þessum öðrum raun-
veruleika. Þessa vitneskju fékk ég
ekki með heila mínum, heldur ein-
hverju öðru, sem ég get ekki skýrt
HINN RAUNVERULEIKINN.
Ferðalagið milli lífs og dauða -
hvað get ég kallað það annað? —
var auðvelt. Fyrir mig var enginn
tími til að óttast, finna til sársauka
eða hugsa. Ég fékk ekki tækifæri
til ,,að sjá allt lífið renna fyrir hug-
skotsjónum mínum eins og kvik-
mynd“, eins og því hefur verið lýst.
Það síðasta, sem ég man, var aðeins
örstutt stund. Svo nálgaðist ég af
miklum hraða mjög lýsandi net.
Þræðirnir og hnútarnir skulfu af
gagntakandi orku, ég sá þetta net
eins og hindrun, sem ég gat ekki
farið í gegnum, og ég vildi ekki
fara í gegn. Eitt andartak var eins
og ferðin minnkaði. Svo var ég kom
inn í netið og um leið varð allt
þetta titrandi ljós að blindandi
birtu, sem gagntók mig, fyllti mig
og breytti mér, allt í senn. Það var
engin þjáning. Það var engin til-
finning, hvorki um þægindi eða
óþægindi, aðeins algera gagntekn-
ingu, sem breytti öllu. Það, sem ég
reyndi eftir þetta, geta orð aðeins
lítilfjörlega túlkað.
Netið var eins og straumbreytir,
eins og orku-ummyndari, sem leiddi
mig úr heimi með formum yfir í
formlausan raunveruleika handan
við tíma og rúm. Ég var ekki fram-
ar „einhvers staðar“, ekki einu
sinni í dýptinni. Ég var hluti af til-
verunni. Mitt nýja „ég“ var ekki
það ég, sem ég þekkti, heldur miklu
fremur samanþjappaður kjarni þess,
og þó eitthvað, sem mér fannst ég
þekkja, eitthvað, sem ég vissi að
alltaf hafði falist undir lagi vonar
og ótta, óska og þarfa. Þetta „ég“
hafði losað sig frá veru minni.
Þetta var algert óumbreytanlegt,
óskiptanlegt, óforgengilegt, sál og
aðeins sál. Mitt nýja „ég“ var sér-
stætt og einstaklingsbundið eins og
fingrafar, og þó um leið hluti af
óendanlegri samræmdri og skipu-
legri heild. Og ég hafði verið þarna
áður.
Þetta ástand, sem „ég“ var í, var
gagntekið af djúpri kyrrð, ró, sem
á sér engan líka í öðru því, sem ég