Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 33

Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 33
EG DÓ KLUKKAN 10.52 31 En sjötta daginn varð skyndileg breyting. Ég vaknaði um morgun- inn og fannst heimurinn ekkert merkilegur lengur. Eitthvað í mér hafði ákveðið að snúa aftur að fullu. Eftir þann dag batnaði mér hratt og átta dögum seinna var ég braut- skráður. „HVERNIG ER ÞAÐ AÐ DEYJA?“ Þetta er spurning, sem oft hefur verið lögð fyrir mig af fjölskyldu minni, frændum, vinum og meira að segja af bláókunnugum. Hvort ég myndi, hvað fyrir mig hefði komið þessar 23 mínútur, sem hjarta mitt og andardráttur var stöðvað- ur? Þetta er lífsreynsla, sem ég á erfitt með að lýsa. Svo reyndi ég að hugsa og skynja mig aftur til þessarar reynslu. Mér varð ljóst, hvers vegna ekki er svo auðvelt að segja frá henni. Þegar ég yfirgaf líkama minn, yfirgaf ég um leið allt, sem gefur mér skiln- ing á heiminum og álítum raun- verulegt. En samt uppgötvaði ég, að nú veit ég vissa hluti um minn sess í þessum heimi — og á hvern hátt ég tilheyri þessum öðrum raun- veruleika. Þessa vitneskju fékk ég ekki með heila mínum, heldur ein- hverju öðru, sem ég get ekki skýrt HINN RAUNVERULEIKINN. Ferðalagið milli lífs og dauða - hvað get ég kallað það annað? — var auðvelt. Fyrir mig var enginn tími til að óttast, finna til sársauka eða hugsa. Ég fékk ekki tækifæri til ,,að sjá allt lífið renna fyrir hug- skotsjónum mínum eins og kvik- mynd“, eins og því hefur verið lýst. Það síðasta, sem ég man, var aðeins örstutt stund. Svo nálgaðist ég af miklum hraða mjög lýsandi net. Þræðirnir og hnútarnir skulfu af gagntakandi orku, ég sá þetta net eins og hindrun, sem ég gat ekki farið í gegnum, og ég vildi ekki fara í gegn. Eitt andartak var eins og ferðin minnkaði. Svo var ég kom inn í netið og um leið varð allt þetta titrandi ljós að blindandi birtu, sem gagntók mig, fyllti mig og breytti mér, allt í senn. Það var engin þjáning. Það var engin til- finning, hvorki um þægindi eða óþægindi, aðeins algera gagntekn- ingu, sem breytti öllu. Það, sem ég reyndi eftir þetta, geta orð aðeins lítilfjörlega túlkað. Netið var eins og straumbreytir, eins og orku-ummyndari, sem leiddi mig úr heimi með formum yfir í formlausan raunveruleika handan við tíma og rúm. Ég var ekki fram- ar „einhvers staðar“, ekki einu sinni í dýptinni. Ég var hluti af til- verunni. Mitt nýja „ég“ var ekki það ég, sem ég þekkti, heldur miklu fremur samanþjappaður kjarni þess, og þó eitthvað, sem mér fannst ég þekkja, eitthvað, sem ég vissi að alltaf hafði falist undir lagi vonar og ótta, óska og þarfa. Þetta „ég“ hafði losað sig frá veru minni. Þetta var algert óumbreytanlegt, óskiptanlegt, óforgengilegt, sál og aðeins sál. Mitt nýja „ég“ var sér- stætt og einstaklingsbundið eins og fingrafar, og þó um leið hluti af óendanlegri samræmdri og skipu- legri heild. Og ég hafði verið þarna áður. Þetta ástand, sem „ég“ var í, var gagntekið af djúpri kyrrð, ró, sem á sér engan líka í öðru því, sem ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.