Úrval - 01.12.1974, Side 35
33
„Það verður að prófa hjarta nákvæmlega eins og
maður sé að prófa bíl,“ segir hjartasérfræðingurinn.
„Það verður að fara með hann út á veg og láta
hann þegsa.“ Það er hugmyndin á bak við .
vinnu-hjartalínuritið.
ARLENE OG HOWARD EISENBERG
Álagsprófið kemur
upp um veikt hjarta
júklingurinn 38 ára
gamall maður setti upp
undrunarsvip, þegar
hann var beðinn um að
setjast upp á þrekhjól-
ið, svo hægt væri að
athuga hjartastarfsemi hans undir
álagi. „Ég vona, að það færi konu
minni sálarfrið," sagði hann. ,,Ég
held sjálfur, að það sé ekkert að
hjartanu í mér. Það er sjálfsagt
bara taug í klemrnu."
Hann tók að stíga pedalana, og
læknirinn fylgdist með línunni sem
hjartað teiknaði gegnum rafskaut-
in á brjósti sjúklingsins á skerm
hjartalínuritsins. Þessi maður hafði
að vísu verið rannsakaður reglu-
bundið síðustu fjögur árin, og
hvíldar-hjartalínuritið — það sem
tekið er meðan maðurinn lggur
kyrr — hafði aldrei sýnt neitt at-
hugavert. En þegar læknirinn, dr.
Delman, hafði fylgst með í tíu mín-
útur, stöðvaði hann rannsóknina. í
bréfi til heimilslæknis sjúklingsins
lagði hann til, að sjúklingurinn yrði
rannsakaður með því að teknar
yrðu röntgenmyndir af hjartaæð-
unum, eftir að litarefni hefði verið
sprautað í sjúklinginn. Þegar það
var gert, sýndu röntgenmyndirnar
svo mikla æðakölkun í kransæð-
um hjartans, að sjúklingurinn varð
þegar í stað að gangast undir upp-
skurð. Hjartalínuritið, sem tekið