Úrval - 01.12.1974, Síða 38
36
ÚRVAL
Þúsundir miðstéttarfóllcs í Bandaríkjunum hafa
komist að raun um, að sumarfrí til sjós er ekki
aðeins skemmtilegt, heldur einnig liagkvæmt.
LANT DENNIS
„Fljótandi hvíldarstaðir"
— nýtt hlutverk stóru
skemmtiferðaskipanna
Þ
mzmzíeSar George og Nancy
■ ^ Nuttmg fra Little Falls
' í New Jersey fóru ný-
^ lega í sumarfrí með
% fimm ára syni sínum,
1 urðu þau þátttakendur
í hreyfingu, sem fer um alla Þjóð-
ina. Þau fóru í skemmtisiglingu.
„Þetta er bezta sumarfrí, sem við
höfum farið í,“ segir Nancy. „í tíu
daga leið mér eins og ég væri
drottning. Ég hef aldrei borðað
svona mikið, kynnst eins mörgum
nýjum vinum, né skemmt mér eins
vel. Við höfum látið skrá okkur í
aðra ferð.“
Nú síðari ár hafa skemmtisigl-
ingar verið sá hluti alþjóðlega ferða
iðnaðarins, sem vaxið hefur hvað
örast. Á ári nemur velta ferðaiðn-
aðarins í heild 28 þúsund milljón-
um dollara, (3,3 billjónum ísl. kr.).
Samkvæmt upplýsingum Ferða-
málastofnunar Bandaríkjanna (the
U.S. Travel Service) fóru 822 þús-
und farþegar með skemmtiferða-
skipum frá bandarískum höfnum —
aukning um 224 prósent frá árinu
1966. í dag eru það 87 skip, sem
sigla undir fánum 15 þjóða, sem
bjóða skemmtisiglingar á Banda-
ríkjamarkaði. Og fleiri skip eru í
smíðum.
Flest af skemmtiferðaskipunum
sigla undir fánum annarra þjóða en
Bandaríkjanna. f raun er það nú
svo, að aðeins eru nú eftir sex skip
af eitt sinn glæstum flota Banda-
ríkjanna. Árið 1978 munu tvö til
viðbótar verða hætt siglingum,
- KANSAS CITY STAR MAGAZINE -