Úrval - 01.12.1974, Side 42
40
ÚRVAL
Móðir hans ætti bava að vita, live mörg af
snilldarlega gerðnm leikföngum hennar
eru í jólapökkum barnanna um víða veröld.
J. D. RATCLIFF
Hvernig teddybangsinn
varð til
ftir krókóttum smágöt-
*
*
✓,N
'E
um, í notalegum smá-
bæ með smákofum, eins
málverki. kom
,1
•/BíK’íKífíííc' smávafin, sterkleg kona
akandi í hjólastól. Úr
öllum áttum streymdu börn til
hennar, þau stugguðu við gæsum
og öndum, sem þvældust fyrir á
götunnni.
„Segðu okkur ævintýri, Gréta
frænka,“ báðu þau hvert í kapp við
annað. „Búðu til eitthvert leikfang
handa okkur.“
Hún stöðvaði hjólastólinn í
skugga trés og börnin hópuðust
eftirvæntingarfull í kringum hana.
Þetta var árið 1885 í suðurþýska
bænum Giengen-an-der-Brenz. —
Gréta frænka var Margarete Steiff,
sem átti eftir að skapa sér sess í
hjörtum óteljandi barna með því
að skapa vinsælasta og elskaðasta
leikfangið — teddybangsann.
Hún fæddist í miðstéttarfjöl-
skyldu 1847. Tveggja ára fékk hún
lömunarveiki, sem gerði hana
bæklaða til æviloka.
Hún átti engin börn sjálf, en hún
gerði öll börn heimsins að sínum.
Til þess að gleðja þau bjó hún til
stóran dýragarð úr uppstoppuðum
leikfangadýrum — brosandi tígris-
dýr, friðsöm ljón, syfjaða kettlinga,
vingjarnlega fíla. Hún veitti ná-
grönnum sínum vinnu og heima-
landinu útflutningsvörur.
Fyrir þann, sem var bæklaður og
bundinn við hjólastól, var ógern-
ingur að fá vinnu. Margarete Steiff
tók eina mögulega kostinn — hún
opnaði saumastofu í húsi foreldra