Úrval - 01.12.1974, Page 44
42
ÚRVAL
og Richard sýndi henni nokkrar
teiknngar, sem hann hafði gert,
þegar hann heimsótti dýragarðinn
í Stuttgart. Kannski gæti hún not-
fært sér þær?
Hún byrjaði að skapa nýtt dýr.
Það var búið til úr loðnu, brúnu
móhári en ekki sléttu filti. Hún
gerði hendur, fætur og höfuð hreyf-
anlegt, en það var alveg nýtt. Þeg-
ar dýrið var tilbúið, hafði það svört
töluaugu og langan frammjóan
snúð. En það var enginn, sem varð
svo hrifinn af leikfanginu, að það
fengi sérstakt nafn. Það hét bara
bangsinn.
Bangsinn gekk ekki vel í fyrstu.
Frændur hennar sýndu honum
heldur ekki áhuga. Þeir stilltu hon-
um ekki upp í sýningarbásnum í
Leipzig. Hann lá í kassa og átti á
hættu að gleymast, áður en börn
víðs vegar í heimi fengju að kynn-
ast honum.
A síðasta degi sýningarinnar kom
ameriskur verslunarmaður á stað-
inn og spurði, hvort ekki væri um
að ræða einhverjar nýjungar. Án
sérlegrar hrifningar drógu þeir
bangsann fram úr felustað sínum.
„Eg tek 3000,“ sagði ameríkaninn.
En það átti enn eftir að Hða
nokkur stund, þar til bangsinn yrði
uppáhald allra barna. Fyrstu þrjú
árin gekk salan treglega, en 1906,
þegar Theodor (Teddy) Roosevelt,
forseti Bandaríkjanna, ætlaði að
halda veislu í Hvíta húsinu, vant-
aði þjónana tilfinnanlega einhverja
nýstárlega og skemmtilega borð-
skreytingu. Og í leikfangaverslun
kom einn þeirra auga á bangsann