Úrval - 01.12.1974, Síða 45
HVERNIG TEDDYBANGSINN VARÐ TIL
43
og leysti þar með vandann, því
forsetinn var bjarndýraveiðimaður,
Undir borðum sagði einn af vin-
um forsetans, að hann hefði aldrei
séð bangsa líkan þeim, sem væri á
borðinu. Annar gestur lést verða
hissa og sagði: „Hefurðu það ekki?
Þetta er þó Teddybangsi.“* Þremur
árum síðar hafði bangsinn endan-
lega fengið nafnið, sem hann átti
eftir að verða þekktur undir í flest-
um löndum heims.
Og nú streymdu pantanir á teddy
böngsum inn til litlu verksmiðj-
unnar. Þeir voru framleiddir í
óteljandi eintökum. 1907 voru þeir
orðnir á aðra milljón. Giengen varð
bær teddybangsanna — nokkuð,
sem póstþjónustan uppgötvaði síð-
ar og hóf að stimpla mynd af teddy-
bangsa á bréfin.
En það var ekki einkaréttur á
teddybangsanum og þess vegna
gátu aðrir framleiðendur bætt hon-
um á sína lista. Brátt varð hann að
uppáhaldi og ómissandi vinur barna
um víða veröld. Margarete Steiff
dó 1909 í öruggri fullvissu þess, að
hún hefði skapað leikfang, sem yrði
endingarbetra en nokkurt annað.
Væri þessi góða, litla kona til í
dag, yrði hún meira en lítið undr-
‘Jafnvel þótt það sé ekki vafa-
mál, að teddybjörninn sé kallaður
eftir Roosevelt forseta, eru a. m. k.
tveir aðrir, sem gera kröfu til upp-
hafsréttar nafnsins — amerískur
skopteiknari, sem notaði bjarnar-
hún sem tákn fyrir Roosevelt, og
amerískur leikfangaframleiðandi,
sem byrjaði að selja brúna pluss-
birni á líkum tíma og Steiff.