Úrval - 01.12.1974, Page 47
45
1 xíórsjó og ofviðri losnaði farmurinn, sem skipið
flutti: Eimreiðar og brautarvagna. Þessi þungu tæki
runiui til í lestum skipsins og enginn vissi,
hvenær eitthvert tækið brytist út úr súðinni
með þeim afleiðingum, að skipið sykki þegar í stað.
Ofviðri geysaði allt um kring. Ögerlegt var
að sjósetja b jörgunarbátana, gúmmíbátur skipsins
tók ekki nema allt of fáa.
HAROLD HORWOOD
„ Viðbúnir að yfirgefa
skipið"
vargrænar> fjallháar
öldur komu æðandi úr
norðvestri, bryddaðar
froðu og ýringurinn
stóð um öldufaldana.
Þær skullu grimmdar-
lega á síðum flutningaskipsins Rum-
ba, sem hjó ölduna gegnum snjó-
bylinn um 240 mílur suðaustur af
Nýfundnalandi.
„Ölduhæð sex til níu metrar,
vindhraði allt að 60 hnútar,“ skrif-
aði Elias Vaagnes, skipstjóri, í
skipsbókina, 14. des. 1972. Fárviðri
eins og þetta eru ekki óalgeng und-
an ströndum Kanada að vetrarlagi.
Hvorki skipstjórinn né áhöfn hans
hafði áhyggjur. Norska flutninga-
skipið þeirra, 3.089 tonn að stærð,
flutti díseleimreiðar frá Toronto til
Júgóslavíu, og allt var með felldu
um borð. Átta eimreiðanna, sem
vógu 115 tonn, voru í lestum skips-
ins. Undan hinum höfðu þungir
flutningavagnarnir verið teknir og
þær síðan hlekkjaðar við þilfarið,
en vandlega gengið frá burðarvögn-
unum í lestarendunum.
Rétt eftir miðnættið hófust vand-
ræðin, og eins og venjulega gerðu
þau ekki boð á undan sér. Alda,
hærri en hinar, náði skipinu, þar
sem það valt á stjórnborða og hall-
aðist meira en venjulega. Einhvers
staðar undir fótum Vaagnes skip-
stjóra kom. langdreginn, viðvarandi
bombaldi — eins og þruma, fannst
honum.