Úrval - 01.12.1974, Síða 49
46
ÚRVAL
Skipstjórinn vissi um leið, að
eitthvað af farminum hafði losnað.
Hann sendi um leið alla tiltæka
menn undir þiljur. Þeir komust að
því, að tveir burðarvagnar eim-
reiða höfðu losnað og runnu nú
fram og aftur í lest nr. 2. Mennirn-
ir reyndu hvað eftir annað að koma
böndum á vagnana, sem runnu til
eftir því hvernig skipið hallaði, en
það gekk erfiðlega og þeir urðu
hvað eftir annað að taka til fót-
anna til að bjarga lífum sínum.
Eftir tíma, sem þeim virtist heil
eilífð, tókst þeim að festa burðar-
vagnana aftur á sína staði með stál-
vírum.
Rumba hélt áfram. En þegar kom
fram á kvöldið, varð sjórinn krapp-
ari. Öldurnar skullu á skipinu eins
og fallhamrar. Aftur náði brotsjór
í Rumba og skipið hallaðist ískyggi-
lega á stjórnborða. Það skalf ofsa-
lega og uggvænleg, hvell brothljóð
yfirgnæfðu skruðningana í farmin-
um, sem skall til.
Mennirnir þutu undir þiljur, og
það, sem við þeim blasti, var skelfi-
legt. Burðarvagnarnir höfðu rifið
sig lausa í lest nr. 2 og brotið hlekk-
ina, sem eimreiðunum var haldið
með. Nú skullu þær á víxl á innan-
verðum súðum skipsins af ógnar-
afli, og hætta var á að þær brytust
út um síðurnar og skipið sykki. Það
var útilokað.að láta sig dreyma um
að festa þær.
Vaagnes skipstjóri kallaði alla
VIÐBÚNIR AÐ YFIRGEFA SKIPIÐ
47
skipsmenn á neyðarvakt og sendi
út neyðarkall. Neyðarkallinu var
þegar í stað svarað frá skipum og
strandstöðvum, og þessar stöðvar
létu það ganga áfram til slysa-
varnamiðstöðvanna í Halifax og
New York. Halifax sendi fjögurra
hreyfla Argus flugvél frá kanadiska
herflugvellinum á Prins Edwards
eyju, 600 mílum vestar en Rumba
var stödd, til þess að tryggja fjar-
skiptasamband við staðinn, þar sem
skipið var statt í erfiðleikunum.
Hjálparsveit 413 á flugvellinum var
kölluð út. Veðrið kom í veg fyrir,
að hugsanlegt væri að nota þyrlu,
svo fjögurra hreyfla Buffalo skrúfu
þota, traust og gott tæki í óveðr-
um, fór í loftið kl. 6.56 og hélt á
eftir Argusvélinni, sem hafði farið
tveimur klst. fyrr. Þótt þessar tvær
vélar gætu ekki bjargað áhöfn
Rumba, gátu þær varpað niður
björgunarbúnaði og séð fyrir lýs-
ingu, ef áhöfnin þyrfti þess með.
Þegar Buffalo vélin kom á staðinn,
tveimur og hálfri stund síðar, stað-
festi áhöfnin, að snjókoman og veð-
urofsinn gerðu óhugsandi að bjarga
úr þyrlu.
En önnur hjálp var á leiðinni.
800 tonna birgðaskip, Smith-Lloyd
103, sem var við þjónustu við olíu-
borun á þessum slóðum, hafði ný-
lega iagt af stað frá Sedco I, olíu-
borunarstöð um 40 mílur þaðan,
sem Rumba var. Skipstjóri Smith-
Lloyd 103, Tjerk Straatman, og
fyrsti stýrimaður, Tonnie Bakker,
báðir 29 ára gamlir hollendingar,
voru vanir sjómenn, en höfðu enga
reynslu í björgun á rúmsjó. En
þeir buðu öldunum byrginn og náðu
til Rumba um kl. 8 um morguninn.
Á RÚMSJÓ. Flutningaskipið var
nú í nauðum statt. Það nötraði
stafna á milli. Gauragangurinn neð-
an þilja hélt áfram án afláts. „Við-
búnir að yfirgefa skipið!" kallaði
Vaagnes.
Það var ekki viðlit að koma björg-
unarbát á sjó í þessu veðri — hann
hefði þegar í stað mölbrotnað við
skipssíðuna. En Rumba átti sex
manna gúmmíbjörgunarbát, sem
áhöfnin lét nú í sjó og batt við skip-
ið. Sex menn bjuggu sig undir að
stökkva um borð í gúmmíbjörgun-
arbátinn, í þeirri von að þeir gætu
fleytt honum undan vindi til Smith-
Lloyd. Gúmmíbáturinn reis og féll
með öldunni, í einnni andrá í sömu