Úrval - 01.12.1974, Síða 51
49
„VIÐBÚNIR AÐ YFIRGEFA SKIPIГ
Hann lét skektuna reka varlega
undan vindi að miðjum belgnum á
Rumba. Með því að beita ýtrustu
vogun og lipurð, tókst honum að ná
taki á kaðalstiga. Menn um borð í
Rumba flýttu sér að innbyrða hann.
Straatman skaut síðasta línubyssu-
skotinu sínu og hitti beint á þilfar-
ið á Rumba. Bakker sótti línuna.
Flutningaskipið og Smith-Lloyd
voru í sambandi.
Klukkan var nú 5.30 að morgni
15. desember. Rumba var í togi, en
næsta höfn, St. Johns á Nýfundna-
landi, var í 300 mílna fjarlægð.
Möguleikarnir voru ekki miklir.
LOFTBJÖRGUN. Þegar þyrlan
kom aftur í dögun, ákvað áhöfn
hennar að bjarga öllum 13 mönn-
unum af Rumba upp í þyrluna. I
þessari tölu var Bakker meðtalinn.
Þetta var ákveðið þrátt fyrir þá
hættu að slasa mennina, sem átti
að bjarga, eða missa þyrluna utan
í yfirbygginguna á skipinu. Camp-
bell fikraði sig í stöðu yfir þilfari
skipsins — hann varð að fljúga í
þrjár áttir í senn: til hliðar til að
fylgja skipinu, sem seig hægt
áfram, fram og aftur til að fylgja
veltingi skipsins, og upp og niður
til að fylgja öldunni — og jafn-
framt þessu varð hann að halda í
við 75 til 80 km vindhraða. Leo
Whynott, sem sá um lyftibúnaðinn
á þyrlunni, kallaði í sífellu fyrir-
mæli til hans: „Ofurlítið niður . . .
aðeins til vinstri . . . kyrr, nú . . .
nú . . . !“
Síðan tók áhöfnin að lyfta mönn-
unum af þilfari Rumba. Að lokum,
þegar allir 13 voru komnir heilu
og höldnu um borð í þyrluna, hélt
Campell með þá til St. Johns.
Þegar Bakker stýrimaður var
þannig kominn á leið til St. Johns,
var Straatman einn yfirmanna eft-
ir með Rumba í togi. Hann átti fyr-
ir sér að standa í brúnni alla þessa
300 mílnna leið. Hann hafði þegar
vakað heila nótt, hans biðu tvær í
viðbót.
Hægt og hægt þokuðust skipin
tvö norðureftir og urðu fyrir öðru
óveðri engu minna en því, sem
gengið var hjá. Snjór barði þilför-
in og vindhraðinn komst upp í 170
km, þar sem Smith-Lloyd hjakkaði
stöðugt áfram gegnum storm og
myrkur. Straatman mátti ekki af
stýrinu líta til að halda dráttartog-
inu hæfilega strekktu, jafnvel þótt
hann sæi ekki Rumba nema með
höppum og glöppum í hálfrar mílu
fjarlægð. Ef hann léti slakna á
dráttartóginu, gæti það fest í botni,
ef hann færi of hratt og álagið yrði
of mikið, kynni það að slitna eða
rífa hluta úr þilfari flutningaskips-
ins, þar sem það var fest.
Um miðjan morgun var veðrið
gengið nægilega mikið niður til að
hægt var að ganga úr skugga um,
að Rumba var enn á floti. En þrjár
af eimreiðunum á þilfarinu voru
horfnar í hafið.
Loks, á miðjum degi 17. desem-
ber, hélt þetta trausta og kraft-
mikla skip inn í höfnina á St. Johns
með Rumba enn í togi. Hundruð
nýfundnalandsbúa, sem þekktu bar-
áttuna við hafið, þöktu hæðirnar
við ströndina, þegar skipið kom
inn. Frækilegt björgunarafrek hafði
heppnast.
☆