Úrval - 01.12.1974, Side 53
ÞANNIG GRÍPUR K-9 GLÆPAMENN
51
maður hefði getað verið. Þjálfaðir
hundar vinna svipuð afrek á hverj-
um degi víðs vegar um Bandarík-
in og um heim allan. Notkun þeirra
hefur nærri þrefaldast á áratug.
Um þessar mundir hafa um 350
borgarlögreglur í Bandaríkjunum
og fjölmargar fylkislögreglusveitir
sérstakar hundadeildir, svokallaðar
,,K-9“, og 3 þúsund hundar í við-
bót þjóna hinum fjórum deildum
Bandaríkjahers (með herlögregl-
unni sem sporhundar, sprengju-
snuðraðar og eiturlyfjasnuðrarar).
Nokkrir þessara hunda eru af
Labrador- eða Dobermankyni, en
langflestir eru þýskir fjárhundar.
Það kyn stendur öllum hundakyn-
um framar vegna hinna fágætu
hæfileika sinna, þar sem saman
fara skarpar gáfur, þolgæði, hraði,
lipurð, afl, hugrekki og takmarka-
laus hlýðni við yfirboðarana, ásamt
furðulegri lyktnæmi og vilja til að
vinna með mönnurri. „Sumar teg-
undir lyktar getur hundur greint,
þótt það sé ekki nema einn rriillj-
ónasti af því, sem mannlegt nef
getur greint,“ segir einn af yfir-
mönnum hundadeildar Bandaríkja-
hers. Á árinu 1973 snuðruðu hinir
frábæru „hasshundar“ tollþjónust-
unnar ólögleg eiturlyf fyrir nærri
25 milljarða króna á svörtum mark-
aði.
Hvernig eru hundar þjálfaðir
fyrir alhliða lögreglu- og rannsókn-
arstörf? Ég heimsótti nýlega hunda-