Úrval - 01.12.1974, Síða 55
ÞANNIG GRÍPUR K-9 GL/IiPAMENN
53
Þeir hundar, sem eiga að fara til
eiturlyfjaþjónustu, fá aukaþjálfun
fram yfir hina. Til þess að líkja
eftir alls konar aðferðum smygl-
ara, er lyfið, sem hundurinn á að
finna, falið með alls konar annarri
sterkri lykt, svo sem ammoníaki,
formalini, ilmvötnum eða missöx-
uðum lauk. En þessi mikla þjálf-
un borgar sig. Fyrstu „hasshund-
ar“ bandarísku tollgæsiunnar árið
1970 stóðu sig svo vel á hálfsmán-
aðar reynslutíma, — gerðu 18 mik-
ilvægar uppgötvanir — að árið
1973 hafði tollgæslan 37 hunda
snuðrandi á landamærum Banda-
ríkjanna og Mexíkó annars vegar
en Bandaríkjanna og Kanada hins
vegar, og sömuleiðis við allar meiri
háttar hafnir og flugvelli. Á þessu
ári, 1974, verður hundunum fjölg-
að um rúmlega helming.
Mikilvægasta uppgötvun eitur-
lyfjahunds við bandarísku tollþjón-
ustuna til þessa dags varð í ágúst
1974. Þar átti hlut að máli svartur
og brúnn þýskur fjárhundur, um
45 kg að þyngd, og gegndi nafninu
Barón. Þjálfari hans var Fred Lu-
by. Þeir voru staddir við tollhliðið
í Port Elisabeth í New Jersey og
voru að leggja af stað í átt til raðar
af u. þ. b. 10 bílum, þegar Barón
— sem enn var 30 metra frá bílun-
um, sperrti sig allan og rak trýnið
upp í loftið, en það þykir öruggt
merki þess, að þeir hafi orðið ein-
hvers varir. Luby leysti hann og
Barón stökk þegar í stað að Ford
pick.up, sem reyndist útbúinn með
tvöföldu gólfi, og þar undir voru
um 250 kg af hassi, nærri 500 millj-
óna virði.
Nýjasta fyrirbrigðið í lögreglu-
hundaþjálfun, að þjálfa þá til að
hafa upp á sprengiefni, hafði í
för með sér erfiðan vanda — því
hundarnir verða algjörlega að
neita sér um það sem þeir hafa
eðli til: að klóra í eða grípa í kjaft-
inn, það sem þeir leita að. Þegar
Chuik Art þjálfaði hundinn sinn,
Nitró, til þess starfs árið 1962,
tók það stífa 5 mánuði. En sprengju
hundar þekkja nú sprengiefni með
allt að tíu mismunandi lyktarteg-
undum og það sem meira er: Þeir
eru þjálfaðir til að setjast eða gelta
eða hvorttveggja. Nákvæmni þeirra
hefur reynst 95%. Einn af hunda-
gæslumönnum lögreglunnar í Los
Angeles, Purcell Schube, segir:
„Hundarnir eru miklu öruggari en
sum af þessum nýtísku sprengju-
leitartækjum, sem kosta um tvær
og hálfa milljón."
Þar sem þýsku fjárhundarnir
hafa verið í notkun, hafa þeir reynst
afburða vel, samkvæmt umsögn
Dean Kimmel, lögreglustjóra í út-
hverfi Woodbury í New Jersey:
„Einhver allra besta fjárfesting,
sem lögreglan getur gert.“ — Þótt
meðal þjálfunarkostnaður hunds sé
um hálf milljón króna, spara þeir
mjög mikið í mannafla og öðrum
kostnaði. Meðal kostnaður við hund
á dag, og er þá meðtalið fæði, hús-
næli og nákvæm heilsugæsla, er
um 240 til 360 krónur. En þar sem
tollþjónn er um hálfa klukkustund
að skoða ökutæki, vinnur hunds-
nefið sama verkið á 3 mínútum eða
minna — og þar fer ekkert fram-
hjá.
En ofar sparnaði, ofar hinum