Úrval - 01.12.1974, Side 56
54
ÚRVAL
ótölulega fjölda mannslífa og mikl-
um eignaverðmætum, sem hund-
arnir bjarga, álítur lögreglan þó
mestan kost þeirra vera, að þeir
fyrirbyggja glæpi. Aðeins návist
þeirra á götunum, vitundin um að
þeir kunni að leynast nærri, hefur
mikil áhrif á þá, sem brjóta lögin.
Eða eins og einn yfirmanna lögregl-
unnar í Baltimore sagði: „Sálfræði-
leg áhrif þeirra eru ómælanleg, það
er engin leið að gera sér í hugar-
lund, hversu mikil jákvæð áhrif
þeir raunverulega hafa.“
☆
SKÓLI FYRIR ESKIMÓABÖRN.
Á Wrangels eyju og Tjukotka skaga nyrst í Sovétríkjunum búa
nokkur hundruð Eskimóa. Eins og öll önnur börn í Sovétríkjunum
hefja Eskimóabörnin skólagöngu sína 7 ára að aldri. Þau eru ekki
fleiri en eitt hundrað en samt sem áður er heimavistarskóli fyrir
þau í Anadyr, höfuðborg Tjukotka, og allar skólabækurnar eru á
móðurmáli þeirra.
Heimavistarskólinn er nokkurs konar „skólaborg“. Þar eru ýmiss
konar iðnverkstæði, íþróttahöll, bókasafn o. fl. Börnin eru flutt í
flugvélum eða á snjóbílum í skólann. Foreldrar barnanna stunda
aðallega veiðar, oft fjarri heimilunum, og þess vegna eru börnin
höfð í heimavist.
Þarna úti á hjara veraldar eru margir heimavistarskólar á mið-
skólastigi fyrir börn hinna ólíku þjóðflokka, sem hafast þar við.
Skólarnir eru auðvitað kostaðir af ríkinu.
APN.
Kurteisi er eins og loftpúði: hún er kannski innantóm, en er
ljómandi til að taka af alls konar stuð.
Samuel Johnson.
RÁÐIÐ, SEM DUGÐI.
Breskur bóndi var í hreinustu vandræðum vegna þess, að þjóð-
vegurinn lá fast við bæinn hans, svo bæði búpeningurinn og börn-
in voru í stöðugum háska af umferðinni. Hann gerði allt, sem
honum gat dottið í hug til að koma því til leiðar, að bílstjórar
hægðu ferðina, er þeir fóru framhjá, en allt kom fvrir ekki, uns
hann datt ofan á þjóðráðið.
Hann málaði tvö stór og greinileg skilti og kom þeim fyrir spöl-
korn út með veginum í báðar áttir. Á skiltunum stóð: „Nektar-
nýlenda, 100 metrar".
A.C.