Úrval - 01.12.1974, Page 57
55
Skyndilega og án nokkurrar viðvörunar féll
skyggnið á þjóðveginum niður í ekki neitt.
1 öngþveitinu, sem af þessu hlaust, stóð hetjuskapur
eins manns eins og klettur úr hafinu.
PETER MICHELMORE
Plebani lögreglumaður
og drápsþokan
íkislögreglumaðurinn
Cornel Plebani í New
Jersey hafði fullkomna
ástæðu til að vera
ánægður með lífið, þar
sem hann ók til vinnu
sinnar að kvöldi 23. október 1973.
Þetta er vel vaxinn og sterklegur
maður, með laglegt andlit og stutt-
klippt, hrokkið, dökkt hár. Þetta
var 26. afmælisdagurinn hans og
hann var ánægður. Hann hafði eytt
tveimur árum sem sjóliði í Viet-
nam, en sneri svo heim til að láta
þann æskudraum sinn ganga í upp-
fyllingu að verða lögreglumaður,
giftast fallegustu, ljóshærðu stúlk-
unni í heimaborg sinni og þau áttu
nú þegar fallegan son. Aldrei fram-
ar þyrfti hann að taka sams konar
áhættu og hann hafði orðið að gera
í Vietnam, þar sem hann álaði sig
á maganum í gegnum svæði, sem
voru á valdi óvinanna og átti von
á því að felusprengjur spryngju á
hverri stundu.
Veðrið var kalt og skírt, þegar
Plebani stimplaði sig inn á vakt-
ina frá ellefu að kvöldi til sjö að
morgni, og átti að fylgjast með rúm-
lega 50 km kafla af New Jersey
þjóðveginum, norður af Newark,
kaflanum, sem liggur að tveimur
aðalleiðunum inn í New York City.
Það, sem hann og félagi hans, Tony
Simonetti, grannvaxinn lögreglu-
maður, rúmlega þrítugur, vissu
ekki, var að þessi nótt átti eftir að
verða sú skelfilegasta, síðan þessi
vegur var lagður. Næsti dagur
myndi rísa þar yfir 60 ónýt farar-
tæki, 9 menn látinna og 37 slasaða.