Úrval - 01.12.1974, Side 76

Úrval - 01.12.1974, Side 76
74 ÚRVAL kynnti hann mér, að hann væri reiðubúinn til að taka starfið að sér, ef honum stæði það til boða, en hann bætti við ákveðið: „Ég hef lofað Betty að hætta og setj- ast að heima í Michigan í árslok 1976.“ Það var ekki fyrr en tíu mánuð- um seinna, að Jerry komst að þeirri niðurstöðu, að hann gæti ekki hald- ið loforð sitt. SÖNN TRÚ. Enginn varaforseti getur nokkru sinni algerlega úti- lokað þann möguleika, að hann verði forseti. Samt hafði Jerry ver- ið viss um það næstum allt til loka, að Richard Nixon mundi sitja út kjörtímabil sitt. Hann vísaði á bug uppástungu minni, að hann skyldi að minnsta kosti fara að hugsa um, hvað hann mundi gera, ef hann þyrfti að taka að sér forsetaem- bættið. Hann áleit, að Nixon hefðu orðið á einhver mistök í Watergate- málinu og honum hefði verið illa þjónað af undirmönnum. Eins og svo margir okkar hafði Nixon for- seti persónulega fullvissað hann um, að forsetinn hefði engan þátt átt í yfirhylmingu málsins, og hann hafði ekki séð neinar sannfærandi sannanir um hið gagnstæða. Þá gerðist það hinn 4 ágúst, síðdegis þann sunnudag, að hann fékk ör- lagaríka upphringingu, þar sem honum var greint frá sönnunum, sem brátt yrðu birtar og mundu lyfta honum í forsetastólinn. SAMKOMULAG. Nú skildi Jerry, að nytsemi hans yrði takmörkuð, ef hann væri bundinn loforði sínu við Betty um að hætta eftir aðeins tvö ár. Því bað hann konu sína að leysa sig undan skuldbindingunni um afsögn árið 1976, og hún sam- þykkti. Gerald Ford hefur alltaf talið sig verða að standa við orð sín, hvort sem um var að ræða fjölskyldu hans, vini eða pólitíska andstæð- inga. Þau 24 ár, sem hann var á þingi, naut hann vinsælda bæði meðal demókrata og repúblikana, vegna þess að hann sveik aldrei loforð sín, jafnvel þótt óvæntir at- burðir gerðu honum stundum örð- ugt að halda þau. Beiðni hans íil konu sinnar var meiri en orðin tóm. Fá mál, sem hafa verið á döf- inni á bandaríska þinginu á undan- förnum árum, hafa verið flóknari en spurningin um, hvort heimila skyldi kerfi varnareld.flauga. Sem varnarmálaráðherra greindi ég leið- togum þingsins frá tillögum um þetta. Eftir allar tæknilegu útskýr- ingarnar um þetta sagði Jerry: „Aðalspurningin er, hvort við get- um komist að samkomulagi við Rússa um að takmarka alls konar eldflaugar. Við getum ekki komist að samkomulagi við þá, ef þeir hafa eitthvað en við höfum ekkert.“ Hann hafði hitt naglann á höfuð- ið, því að þetta var helsta réttlæt- ing þess, að áætlunin um varnar- eldflaugar hlaut staðfestingu. Ford hafði í byrjun verið kosinn á þing sem andstæðingur einangrunar- stefnunnar, og hann var í mörg ár í undirnefnd þingsins, sem fjallaði um framlög til varnarmála. Jerry var því öðrum þingmönnum fróð- ari um öryggismál. En hann sýndi margsinnis hæfni sína til að kom-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.