Úrval - 01.12.1974, Síða 99
HALTI-BJÓR
97
Indíónar drópu visunda með því að reka þó fram af hömrum, svo sem lýst er í
sögunni af Halta-Bjór. Myndin er eftir mólverki W. L. Kilm.
höldin, sem tengd voru Sólardansi
„Fólksins okkar,“ stóðu yfir í átta
daga samfleytt. ... Og andlegt
mikilvægi þeirra var slíkt, að íbú-
um annarra þorpa þjóðflokks okk-
ar, jafnvel oft fjarlægra þorpa, var
boðið að taka þátt í þeim. Við há-
tíðahöldin var Flata pípa borin um
og sýnd öllum, og viðhafðir voru
fjölmargir flóknir helgisiðir. Á
fjórða degi hátíðahaldanna voru
síðan reknir staurar í jörðu, sem
afmarka skyldu sérstakt svæði. Og
fimmta daginn var afmarkað sér-
stakt helgisvæði innan þess svæðis
með 14 víðiteinungum, sem málað-
ir höfðu verið rauðir og svartir.
Helgistaður þessi var einnig um-
kringdur lágri girðingu úr baðm-
ullartrjáagreinum í vérndarskyni.
Flötu pípu var síðan komið fyrir á
miðju helgisvæðinu. Sitt hvorum
megin við hana voru lagðar tvær
risastórar vísundahauskúpur. Ofan
á þær var lagður hvass tré-
fleinn og leðuról. Litlu drengirnir
virtu þessar hauskúpur gaumgæfi-
lega fyrir sér og skulfu á beinun-
um, þegar þeim varð hugsað til
þess dags, þegar þeir skyldu gang-
ast undir manndómspróf sitt.
Tveir ungir stríðsmenn, sem
þekktir voru fyrir hugrekki gengu
nú fram, helguðu sig sólinni og
stigu inn fyrir girðinguna, sem um-
lukti helgisvæðið. Þeir lyftu haus-
kúpunum þungu, tréfleinunum
hvössu og leðurólunum. Þeir réttu
þetta síðan hópi aldraðra manna