Úrval - 01.12.1974, Síða 102
100
fram, greip lausu endana á leður-
ólunum og klifraði upp í toppinn á
háum staur, sem rekinn hafði verið
niður á miðju helgisvæðinu. Þar
brá hann leðurólunum yfir skoru
í staurnum, þannig að ólarendarnir
hengu frjálst niður. Átta sterkir
menn gripu hvora ól og toguðu
Halta-Bjór þannig upp í loftið,
þangað til hann hékk í sjö feta hæð
yfir helgisvæðinu. Allur líkams-
þungi hans hékk nú í tréfleinun-
um tveim, sem stungið hafði verið
undir brjóstvöðva hans.
Halti-Bjór fann, hvernig ofur-
þungi líkama hans virtist toga hann
í átt til jarðar, og hann tautaði
lágt: „Þetta rífur mig í sundur."
En vöðvar hans stóðust þolraun-
ina. í fyrstu fann hann, hvernig
kvölin magnaðist stig af stigi, með-
an sólin hækkaði smám saman á
himninum og það leið að hádegi.
Stundum fannst honum sem hann
yrði að öskra hátt og segja þeim
að binda endi á helgiathöfnina. En
þegar sólin hellti yfir hann geisl-
um sínum á hádegi, fann hann til
einkennilegrar kenndar, líkt og
hann hefði verið blessaður og sól-
in væri að reka burt kvölina úr
líkama hans vegna hugrekkis hans.
Og síðustu fjóra klukkutímana
fannst honum sem hann væri í eins
konar dái, þrunginn orku, fær um
að mæta sérhverjum óvini. Og í
upphafningu anda síns afbar hann
kvalirnar síðustu klukkustundina
og horfði hryggur á sólina hverfa
niður fyrir sjóndeildarhringinn,
hryggur yfir því, að hún var nú
loks að leysa hann undan þessari
eldraun. Minningin um þessa and-
ÚRVAL
legu upphafningu yrði rist djúpt
í sálu hans að eilífu.
Feður hans létu hann síga til
jarðar og drógu tréfleinana var-
lega úr holdi hans. Síðan nugguðu
þeir salti og ösku í gapandi sárin.
Saltið átti að hreinsa þau, en ask-
an átti að mynda ör, sem mundu að
eilífu einkenna Halta-Bjór sem sér-
staklega hugrakkan samfélagsþegn
„Fólksins okkar.“
Á sjöunda degi hátíðahaldanna
hvíldi Halti-Bjór í sérstöku tjaldi.
Hann var með mikla hitasótt og
hafði slíkar kvalir í limum sínum,
að hann gat vart hreyft þá. En
öldruðu mennirnir, sem höfðu af-
borið sams konar pyntingarkvalir
í æsku, vissu, hvernig þeir áttu að
hjúkra honum með sem bestum ár-
angri. Og því var hann reiðubúinn
til þess að taka þátt í lokaeldraun-
inni á síðasta degi hátíðahaldanna.
Halti-Bjór og ungu mennirnir tveir,
sem höfðu dregið vísundahauskúp-
urnar á eftir sér um helgisvæðið,
komu saman við altarið, sem Flata
pípa hvíldi á. Þeir mynduðu hring
umhverfis það og hófu hátíðlegan
dans. Þeir hreyfðu sig eftir hljóm-
falli trumbanna og söng viðstaddra.
Þeir sneru andliti sínu stöðugt í
sólarátt.
Þannig dönsuðu þeir í átta tíma
samfleytt, stöðugt hvattir af öðrum
meðlimum ættflokksins. Þeir liðu
vítiskvalir vegna þorsta, en þeir
héldu áfram að dansa, þangað til
fætur þeirra virtust vera að springa
í sundur. Viðstaddir hvöttu þá stöð-
ugt til þess að vera sterkir og hug-
hraustir og halda dansinum áfram