Úrval - 01.12.1974, Page 109
HALTI-BJÓR
reiðmanna og Apache-mannanna,
sem voru bandamenn þeirra. Ætt-
arhöfðingjarnir ræddu þetta með
sér. Höfðingjar Cheyennemanna,
sem ræddu málið, voru þeir Brotna-
Hönd, Ýlfrandi-Úlfur, Gráa-Perla
og Vísundabani. Þeir klæddust há-
tíðabúningi til fundar þessa og
skreyttu ennisbönd sín glæsilegum
arnarfjöðrum. Þeir höfðingjar
„Fólksins okkar“, sem áttu aðild
að fundi þessum, voru þeir Beina-
Ör, Hoppandi-Snákur og Grái-Úlf-
ur. Þeir notuðu merkjamál og teikn
uðu marga uppdrætti í sandinn á
árbakkanum. Og þannig tókst þeim
að semja hernaðaráætlun, sem
hverjum þeim breskum eða amer-
ískum hershöfðingja, sem þátt tók
í orustum milli þjóða þessara þetta
107
sumar, sumarið 1776, hefði verið
sannur sómi að.
En ráðið varð alltaf að taka
Aldrei-Dauða með í reikninginn.
Grái-Úlfur bar fram uppástungu
eftir langar umræður. Hvor þjóð-
flokkurinn um sig átti að leggja
til þrjá menn, sem hefðu aðeins
eitt skylduverk, þ.e. að berjast við
Aldrei-Dauða.
Grái-Úlfur valdi þá Halta-Bjór,
Rauðnef og Baðmullartrjáa-Hné,
og þeir ræddu síðan mál þetta við
þá þrjá stríðsmenn, sem Cheyenne-
höfðingjarnir höfðu valið. Vísunda-
bani gaf þeim fyrirmæli með hjálp
merkjamáls. „Hvað svo sem gerist
í bardaganum. eigið þið ekki að
hafa ykkur í frammi, fyrr en Aldrei
VEINTU?
1. Hvað heitir höfuðborg Rúmeníu?
2. Hvað þýða orðin „sadisti“ og „masókisti“?
3. Hvaða flokkur stjórnar Ytri-Mongólíu?
4. Hver er Za Za Gabor?
5. Hve mörg hreindýr eru á Islandi?
6. Hvar eru Úralfjöll?
7. Eftir hvern er óperan Þrymskviða?
8. Hver er sýslumaður Þingeyinga?
9. Hver eru helstu trúarbrögð Chilebúa?
10. Hver er stærsti flokkur á Ítalíu?
Svör á bls. 128.