Úrval - 01.12.1974, Page 114
112
ÚRVAL
inu. Byssuskeftið og skotbúnaður-
inn var hvort tveggja mölbrotið.
í TJALDINU. „Fólkið okkar“ átti
líf sitt undir vísundinum, og því
stjórnuðu lífshættir vísundanna að
miklu leyti lífi þess, og það líkti
að mörgu leyti eftir þessum lífs-
háttum. Þessi loðnu dýr skiptust í
tvær aðalhjarðir. Önnur þeirra
hafðist við á sléttunum fyrir norð-
an Norður-Platteá, en hin á slétt-
unum fyrir sunnan Suður-Platteá.
Og því skiptist „Fólkið okkar“ einn
ig í tvo ættflokka, hinn syðri og
hinn nyrðri.
Halti-Bjór og litli hópurinn hans,
sem Hoppandi-Snákur var leiðtogi
fyrir, tilheyrði syðri hópnum. Og
þótt þeir færu oft langt norður í
áttina til Crow-Indíánanna, sneru
þeir alltaf aftur til viðkunnalega
landsvæðisins á milli Platteánna
tveggja og slógu upp tjöldum sín-
um nálægt Skröltormahæðum. En
þeir höfðu ekki fasta búsetu þar.
Þeir voru hirðingjar, veiðimenn,
sem eltu vísundahjarðirnar, hvert
sem þær fóru. Sum árin tjölduðu
þeir í 100 mílna fjarlægð frá Skrölt
ormahæðum eða jafnvel enn lengra
í burtu.
Þetta stöðuga reik og þessir sí-
felldu flutningar, sem jukust um
allan helming, eftir að hestarnir
komu til sögunnar, höfðu óvæntar
afleiðingar. Dráttartrén voru gerð
úr tveim staurum, sem voru annars
notaðir sem tjaldstengur. Vegna
þess að staurar þessir voru dregnir
margra mílna veg æ ofan í æ um
óslétt land, tættist smám saman af
endum þeirra, þar til þeir voru