Úrval - 01.12.1974, Side 115
HALTI-BJÓR
113
ekki lengur nógu langir til þess að
notast sem tjaldstengur.
Það var erfitt að útvega nýja
staura. „Fólkið okkar“ eyddi oft 18
mánuðum samfleytt á sléttunum,
þar sem hvergi sást tré. Og ef tré
sáust, var það aðeins um baðmull-
artré að ræða, sem voru óhentug
til slíkra nota. „Fólkið okkar“ varð
því að kaupa staura í norðri. Það
fékk sjö staura fyrir einn hest.
Þegar langferð var lokið og kom-
ið var í áningarstað, hafði Halti-
Bjór yndi af því að leggjast og
horfa á konu sína, meðan hún reisti
tjaldið þeirra, því að hún gerði það
af mikilli leikni og sérstökum un-
aðsþokka. Fyrst lagði hún tjald-
stengurnar þrjár á jörðina, þar sem
tjaldið átti að standa. Síðan batt
hún staurendana saman með mjúk-
um ólum úr antilópuskinni um
þrem fetum frá staurendunum.
Þannig hafði hún búið til þrífót,
sem hún reisti síðan upp. Þyngri
staurendana rak hún í jörðu niður.
Síðan tók hún um eina tylft minni
staura, sem voru ekki heldur eins
beinir og stóru staurarnir. Hún
reisti þá upp og lét efri enda þeirra
nema við staðinn, þar sem staur-
arnir þrír voru bundnir saman með
leðurólunum. Yfir þessa burðar-
grind, sem þannig myndaðist, kast-
aði hún sútuðum vísundahúðum,
sem mynduðu þannig skýli. Svo
klifraði hún hálfa leið upp að ól-
unum og batt hluta af húðunum
við ólarnar.
Hún leyfði húðunum að falla eðli
lega, og sléttaði síðan úr þeim, svo
að þær lágu sléttar á staurunum,