Úrval - 01.12.1974, Síða 123
HALTI-BJÓR
121
bundið sig við, var lagður við hlið
hans, og heiðursólarnar, sem
voru bundnar við hann, blöktu í
vindinum. Hann var síðan þakinn
með ábreiðu, og í eitt tréð var
hengdur hausinn af hestinum, sem
Ólguvatn hafði setið, en tagl hans
í annað tré. Spjót eins Pawnee-
mannsins, sem hann hafði varið
sig með síðustu augnablikin, var
lagt þvert yfir líkama hans. Og
þar fékk Halti-Bjór hvíldina hátt
uppi yfir sléttunum, sem hann elsk-
aði, og ánni, sem hann hafði svo
oft gengið meðfram, maðurinn, sem
hafði unnið sér mikla frægð með
sínum mörgu og hetjulegu snerti-
höggum.
HIN VILLTA DÝRÐ SLÉTT-
ANNA. Höfðingjarnir voru í við-
hafnarbúningum sínum, þegar þeir
komu saman til þess að telja og
staðfesta snertihöggin, sem stríðs-
mönnum „Fólksins okkar“ hafði
tekist að koma á óvini sína í bar-
daganum við Pawneemenn. Þeir
voru með vetrarlegghlífar, skreytt-
ar kögri, í vestum, sem skreytt
voru fjöðrum og elgstönnum, og
með dýrlegan höfuðbúnað úr ofnu
efni, sem í voru saumaðir marg-
litir steinar og skreyttur var arnar-
fjöðrum.
„Hann kom snertihöggi á Ólgu-
vatn,“ hóf einn stríðsmannanna
máls, „og á stríðsmanninn, sem
lagði spjótinu í fótinn á honum,
og á annan, sem stakk hann í gegn-
um handlegginn. Og með spjótinu,
sem hann náði af einum Pawnee-
manninum, tókst honum að koma
snertihöggi á Pawneemanninn í
rifnu skyrtunni og hinn Pawnee-
manninn á brúna hestinum. Hann
reyndi að koma snertihöggi á
stríðsmanninn, sem stakk hann í
gegn aftan frá, en honum tókst það
ekki.“
Hinir miklu ættarhöfðingjar
kinkuðu kolli. Vegna hetjudáðar
Halta-Bjórs voru austurmörk land-
svæðis þeirra nú örugg fyrir árás-
um í nokkur næstu ár. Pawnee-
menn mundu örugglega ekki kæra
sig um að ráðast inn á landsvæði
„Fólksins okkar“ bráðlega eftir
slíkan herfilegan ósigur. Þeir
mundu koma fyrr eða síðar, en
fyrst um sinn gat „Fólkið okkar“
beint athygli sinni að því að búa
sig undir veturinn, sem var í að-
sigi.