Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 125
HALTI-BJOR
123
þegar kom að skapadægri þeirra,
festu þeir sig við staur og vörðust
öllum spjótum, sem á þeim stóðu.
Hefur nokkurn tíma í gervallri
Ameríku verið til annar þúsund
manna hópur, sem skildi eftir sig
svo djúp merki í ásýnd þjóðarinn-
ar?
☆
VEÐURSPÁR FYRIR LÆKNA.
Veðurhorfur eru venjulega taldar hafa sérstaka þýðingu fyrir
sjómenn, bændur, flugmenn og fleiri, sem vinna störf, sem háð
eru duttlungum veðurfarsins. Nú er veðurfræðistofnunin í borg-
inni Saratov við Volgu farin að senda út veðurfregnir og spár,
sem sérstaklega eru ætlaðar læknum. Þetta stafar af því, að það
hefur verið sannað, m. a. af vísindamönnum við háskólann í Sara-
tov í samvinnu við sérfræðinga læknisfræðistofnunarinnar, að
skyndilegar sveiflur loftþyngdar, hitastigs og loftraka hafa áhrif á
heilsufar sjúklinga er þjást af hjarta- og æðasjúkdómum. Lækn-
arnir kynna sér því fyrst og fremst veðurspána áður en þeir hefja
skurðaðgerðir, og læknar á læknavarðstofum og slysavarðstofum
fá einnig aðvaranir um þörf á auknu eftirliti með sjúklingum með
hjarta- og æðasjúkdóma. APN.
HLJÓÐBYLGJUR í GRÓÐRARSTÖÐUM.
Sovéskir vísindamenn hafa smíðað nýtt hljóðbylgjutæki, sem
gerir það kleift að minnka að verulegu leyti notkun skordýra-
eiturs t. d. í gróðrarstöðum. Könnunartæki, sem tengt er efnaúð-
ara gefur vísbendingu um, hvar krónur trjánna sé að finna, og
setur úðarann í gang samkvæmt því. Hljóðbylgjutæki af þessu
tagi eru hvergi annars staðar til.
APN.
AUÐUR EÐA SAKLEYSI?
Ef einhver gæfi þér tíu krónur fyrir hvert lof, sem þú hefur
sagt um samferðamenn þína, en heimtaði af þér fimm krónur
fyrir hvert last — værir þú þá ríkur eða fátækur?
B.S.