Úrval - 01.12.1974, Page 128
126
ÚRVAL
TIL
UMHUGSUNAR
ÆSKA OG MENNTUN
Út af fyrir sig má líta á kennslu-
konuna og bekkinn hennar sem
litla stúlku. er leikur sér að brúð-
um. Sumar eru góðar brúður, aðr-
ar eru ótrúlega óþekkar brúður.
Léleg kennslukona heldur mest upp
á sjálfvirkar brúður eða Teddy-
bangsa, sem pípa, þegar maður ýtir
á magann á þeim. Góða kennslu-
konan kýs heldur tuskudúkkurnar
eða þær, sem tróðið lekur úr.
A. S. Neill.
hhhhhhh; < <<<-<<■<■<■<■<■<-<<< ««■
Eitt af því andstyggilegasta í þess-
um heimi er, að menntunar er að-
eins hægt að afla sér með strangri
vinnu.
Sommerset Maugham.
Próf gefa börnum fátæka fólksins
tækifæri til að sýna, að þau eru
betur fallin til að skipa háar stöður
en frændur forstjóranna. Verði próf
lögð niður af „félagslegum ástæð-
um“, geta „pabbasynirnir“ fagnað
því, að einkaréttur þeirra á góðu
stöðunum hefur verið endurreistur.
Arne Pagh.
Síðasti ævidagurinn er síðasti
skóladagurinn — og svo eilíft frí.
Olfert Richard.
-<HHHr-HHHHHHHHHHHKH-HHHK-<H-<
Maður lifir svo lengi sem maður
lærir.
Soya.
Mér líkar vel við Bernadotte-
skólann, því það er hávaðasamur
skóli, og það er gleggsta einkenni
góðs skóla.
A. S. Neill.
■<HHHK <-HHt-HHHHH;H-HHHHHHHHH
Fólk gerir sér enga grein fyrir
því, hve mikið erfiði og tíma það
tekur að læra að lesa. Ég hef varið
til þess áttatíu árum, og ég get
ekki sagt, að ég hafi enn náð mark-
inu.
Göthe.
-HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH
Mesta glappaskot í lífinu er að
vera sífellt í ótta við að gera glappa-
skot.
Elbert Hubbard.