Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
Pilturinn lentii bílslysi og la ncer meðvitundar-
laus í átta ár. Þá reis hann upp og var alheill.
HINN LANGI SVEFN
GENE TIPPS
- Joseph P. Blank
*
Þ
að var aldrei mikil ástæða
til þess að gera sér góðar
vonir um bata. En samt
gátu þau Jack og Gladys
ekki gefið upp alla von.
Það var þeim um megn. Þau biðu
þess mánuð eftir mánuð og ár eftir
ár, að þess sæjust einhver merki, að
Gene sonur þeirra væri að vakna úr
hinu dularfulla dái, sem hann var í.
Þ. 21. maí árið 1967 hafði Gene,
sem var tvítugur og prýðisnemandi í
Cisco Junior-háskólanum, verið á
heimleið til heimabæjar síns, Sey-
mour í Texasfylki, í bifreið, sem
vinur hans ók. Hann var að koma af
kúrekakeppni. Bifreiðin rann skyndi-
lega til á hálum bletti á malbikuðum
þjóðveginum. Ökumaðurinn missti
um leið stjórn á henni, og á næsta
augnabliki skall bifreiðin á bakka
meðfram þjóðveginum. Ökumaður-
inn meiddist ekki mikið, en Gene
hlaut mjaðmar- og lífbeinsbrot og
missti meðvitund. Hann lá síðan í
algeru dái í 30 daga, sem reyndist
ekki unnt að vekja hann úr, en svo
varð breyting á, og hann fékk nokkra
meðvitund aftur. En batinn hélt
samt ekki áfram.
Þetta var djúpur dvali, líkt og
sjúklingurinn væri í sífelldri leiðslu.
Hann þekkti ekki foreldra sína, og
ekki varð vart við nein sérkenni þess
persónuleika, sem hann hafði haft,
áður en slysið varð. Það sáust engin