Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 15

Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 15
KANNTÞÚAÐ AKA? 13 bergbrautinni, sem alltaf er hættuleg braut. Á þeirri ferð, sem við ókum, voru beygjurnar oft ósýnilegar þar til við vorum rétt komnir að þeim. Bílstjórarnir, sem ég fór fram úr, sáu mig ekki nálgast vegna úðans undan sínum eigin hjólum. Stundum gat ég ekki séð bílana, fyrr en ég var svo að segja kominn að þeim. Þegar þannig stóð á, varð ég að fylgja sporunum eftir þá, þangað til ég gat séð þá sjálfa, og þíða síðan eftir tækifæri til að komast fram úr. Brautarskilyrðin voru þau verstu, sem ég hef séð, og bílarnir voru á sífelldu skriki. En með því að einbeita mér af alefli, með því að setja þeygjurnar á minnið og yfirvega vandlega, hvenær ég gæti tekið fram úr á sem hættuminnstan hátt fyrir mig og hina, tókst mér að sigra með fjögurra mínútna forskoti. Þetta er ef til vill besti akstur, sem ég hef sýnt. Þegar fólk situr og rorrar bak við stýrið og ekur eins og í dvala án þess að njóta þess, er það vegna þess að það „fínnur ekki til” með bílnum. Hver bíll hefur sinn „persónuleika” og hagar sér mismunandi, eftir því hvernig farið er með hann. Formula-1 kappakstursbíll er til dæmis eins og tilfinninganæmur gæðingur, sem bregst órólegur og spenntur við hverri hreyfingu knap- ans. I keppni verður að lokka hann til að gera einmitt það, sem maður vill, en reyni maður að þvinga hann, bregst hann strax öndverður við. Þetta fíngerða jafnvægi milli bílstjór- ans og bílsins er sérlega mikilvægt, þegar þarf að taka beygju á mikilli ferð. Frá áhorfendapöllunum séð lítur kannski út fyrir, að bílstjórinn sé að pína bílinn, þegar hann bremsar, rennur fyrir beygjuna með ískrandi dekkjum og gefur svo í aftur. En í rauninni hefur ökumaðurinn leitt bílinn blíðlega inn í beygjuna og gætir þess af mestu nákvæmni að trufla ekki jafnvægið og taktinn, meðan bíllinn „dansar á tánum.” Markmið okkar sem bílstjóra ætti ætíð að vera að aka eins mjúkt og jafnt og mögulegt er — komast í „samband” við bílinn. Það þýðir, að maður á að skipta svo mjúklega um gíra, að maður finni það ekki, bremsa svo mjúkt, að bíllinn virðist nema sjálfkrafa staðar í stað þess að stingast til hálfs á nefið. Árangurinn verður sá, að maður hlífir bæði sínum eingin taugum og búnaði bílsins: Vél, gírkassa, bremsum og dekkjum — ásamt buddunni sinni (með minni bensíneyðslu). Þessa „Formula-mýkt”, eins og ég kalla hana, má læra á eftirfarandi hátt: Komið upp lítilli svigbraut á góðum, öruggum stað, til dæmis stóru bílastæði á sunnudagsmorgni. Takið svo kringlótta plastskál, ekki djúpa, og festið hana með límbandi á húddið á bílnum og leggið í hana lítinn bolta. Svo skuluð þið aka brautina á góðri ferð, en svo mjúkt og lipurt, að boltinn fari aldrei upp úr skálinni. Auðvitað ekur maður ekki að jafnaði með bolta í skál á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.