Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 100

Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 100
98 URVAL fyrirmæli um að búa til mat handa svöngum ferðalöngunum. „Þegar þeir hafa fengið í belg- inn,” sagði hann við stýrimanninn, ,,getum við skutlað þeim að sela- hópnum, sem við höfðum á bak- borða áðan. ” Um þetta leyti var stormurinn kominn inn yfir Miklubanka og hann jókst stöðugt. Yfir St. John’s byrjaði hann með nokkrum stuttum snjóéljum, en stundu seinna grófst bærinn á ótrúlega skömmum tíma undir snjó. Og yfir ísauðnun- um, 150 kxlómetrum norðar, svifu fyrstu snjóskæðin af himni. ,,ALLIR ÚT Á ÍSINN!” „Stephano” nam ekki fyllilega staðar, heldur minkaði ferðina svo mikið, að mennirnir gátu klifrað um borð eftir járnunum, sem fest voru á skipshliðina og notuð voru fyrir leiðara. Mennirnir flýttu sér um borð, liprir eins og apar, og voru strax sendir undir þiljur, þar sem matur- inn beið þeirra. Kean var önnum kafinn, og „Stephano” tók strax stefnuna til vesturs, til þess að komast fyrir ístanga, sem lokaði leiðinni. I matsal skipstjórans tók George Tuff af sér snjógleraugun, sem hann hafði haft síðan hann fór frá skipi sínu. Meðan hann borðaði, skýrði hann frá þeim hrellingum, sem þeir á „Nýfundnalandi” höfðu mátt þola síðan þeir fóru frá Wesley- ville, og hann skýrði líka frá því, að þeir hefðu næstum enga seli fundið. ,,Þar get ég hjálpað ykkur”, sagði Abe skipstjóri. ,,Við fórum fram hjá smáhöpi, svo sem 14—1500 dýrum sem þið getið fengið. Við erum þegar á leið þangað. Þar er flagg, sem við settum út 1 gærkvöldi, svo þið finnið þetta vafalaust. Þá eruð þið þrem kílómetrum nær ykkar eigin skipi en þar sem ég hirti ykkur upp, svo þið getið verið komnir um borð í „Nýfundnaland” fyrir kvöldið. Þetta ver ekki það, sem Tuff hafði vænst. Hann hafði talið öruggt, að Kean myndi hafa þá um borð yfir nóttina. En það var greinilega ekki ætlun skipstjórans, ogTuff gætti þess að malda ekki í móinn. Svo hann sagði aðeins: ,,Wes skipstjóri gaf mér engin fyrirmæli, herra. Ég átti bara að reiða mig á yður, sagði hann.” ,,Það skaltu þá líka gera, George,” svaraði Abram Kean. Tuff fylgdi Abe upp í brú. „Stephano” var kominn fyrir ístang- ann og vatt sig nú milli stórra jaka. Veðrið var ennþá milt, en þó greinilega kaldara, og loftið var gráhvítt af snjó. Tuff kom ekki auga á „Nýfundnaland.” „Ég sé ekki skipið okkar, herra,” sagði hann. Abe benti. „Það er þarna, George,” sagði hann. „Beint í suðaustur. ’ ’ Tuff sá enn ekki neitt. Það er kannski vegna þess að ég hef verið með snjógleraugun í allan dag, hugsaði hann með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.