Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 94

Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 94
92 URVAL um aldrei, og venjuiega áttu þeir allt undir kaupmanninum, sem aðeins lét þeim nægilega mikið í té til þess að þeir skrimtu veturinn af. Þess vegna hlökkuðu þeir allt árið til selveiðanna, þrátt fyrir harðréttið, sem þær höfðu í för með sér — erfiða ferðina norður eftir á vetrarsjónum, langa, blóðuga daga á óstöðugum brestandi ísnum, sem hvenær sem var gat brotnað eða rekið með þá til hafs, inn í myrkur kulda og dauða. Þeir vissu þetta, en engu að síður brann þeim eftirvænting í brjósti, þegar þeir streymdu til St. John’s til að fá pláss á selfangara, já, til að slást um plássin á skipunum, sem fóru ,,út á ísinn,” því það var einasti möguleiki ársins til þess að eignast eitthvert skotsilfur. Þannig var það ennþá hinn harða vetur 1914. Menn streymdu til St. John’s, alls staðar að, og göturnar fylltust af vonglöðum harðjöxlum. Þeir voru auðþekktir, þar sem þeir fóru í veiðifötum sínum: Klunna- legum selskinnsbuxum, háum stíg- vélum úr ósútuðu leðri, með sjó- poka um öxl og langan veiðihníf dinglandi við beltið. Þeir voru um fjögur þúsund, sem komu þetta árið. „SKÍTAVEÐUR... Selfangarinn „Nýfundnaland” ruddist gegnum ísinn út úr höfninni í St. John’s hinn 9. mars. Skipið var tekið að eldast, í 42 ár hafði það riðið öldunum, og skipstjórinn, Westbury Kean, sem sjálfur var aðeins 29 ára, var ekki hrifinn af far- kosti sínum. Þetta var óttalegt hrip, smíðað úr tré, með alltof lítið vélar- afl og allt of langt og mjótt til þess að ferðast í ís af nokkru öryggi. Wes Kean var sannfærður um, að einn góðan veðurdaginn myndi það brotna undir honum. En hann var ungur og staðráðinn í að vinna sér frama; hann hfði nú stýrt þessari gömlu skútu í rösk þrjú ár, og vetur- inn áður hafði hann haft gott upp úr sér. Wes Kean hafði sérstaka ástæðu til að vera kappsamari en flestir aðrir. Faðir hans, Abram Kean, Abe skip- stjóri, eins og hann var kallaður, var yfirmaður selveiðiflotans. Hann var þá 59 ára, en þegar orðinn eins konar goðsögn. Hann var frægur fyrir fundvísi sína á seli. Hann var harður karl og hrottafenginn, sögðu féndur hans, hann hætti mannslífum eins og ekkert væri sjálfsagðara, einkum lífum óbreyttra fiskimanna og sel- veiðimanna. En þessir menn gættu þess að opna ekki munninn, þegar gamli maðurinn var nærri, og enginn átti jafn litríkan feril að baki og hann. Wes hélt inn til Wesleyville á norðvesturodda eyjarinnar til þess að taka afganginn af áhöfn sinni um borð. Gömlu sjóúlfarnir í hópnum vöruðu hann við. Veturinn hafði þegar fengið auknefnið ,,rokavetur- inn mikli,” og varla leið sú vika,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.