Úrval - 01.04.1976, Síða 94
92
URVAL
um aldrei, og venjuiega áttu þeir allt
undir kaupmanninum, sem aðeins
lét þeim nægilega mikið í té til þess
að þeir skrimtu veturinn af.
Þess vegna hlökkuðu þeir allt árið
til selveiðanna, þrátt fyrir harðréttið,
sem þær höfðu í för með sér — erfiða
ferðina norður eftir á vetrarsjónum,
langa, blóðuga daga á óstöðugum
brestandi ísnum, sem hvenær sem var
gat brotnað eða rekið með þá til hafs,
inn í myrkur kulda og dauða. Þeir
vissu þetta, en engu að síður brann
þeim eftirvænting í brjósti, þegar
þeir streymdu til St. John’s til að fá
pláss á selfangara, já, til að slást um
plássin á skipunum, sem fóru ,,út á
ísinn,” því það var einasti möguleiki
ársins til þess að eignast eitthvert
skotsilfur.
Þannig var það ennþá hinn harða
vetur 1914. Menn streymdu til St.
John’s, alls staðar að, og göturnar
fylltust af vonglöðum harðjöxlum.
Þeir voru auðþekktir, þar sem þeir
fóru í veiðifötum sínum: Klunna-
legum selskinnsbuxum, háum stíg-
vélum úr ósútuðu leðri, með sjó-
poka um öxl og langan veiðihníf
dinglandi við beltið. Þeir voru um
fjögur þúsund, sem komu þetta árið.
„SKÍTAVEÐUR...
Selfangarinn „Nýfundnaland”
ruddist gegnum ísinn út úr höfninni
í St. John’s hinn 9. mars. Skipið var
tekið að eldast, í 42 ár hafði það
riðið öldunum, og skipstjórinn,
Westbury Kean, sem sjálfur var
aðeins 29 ára, var ekki hrifinn af far-
kosti sínum. Þetta var óttalegt hrip,
smíðað úr tré, með alltof lítið vélar-
afl og allt of langt og mjótt til þess
að ferðast í ís af nokkru öryggi. Wes
Kean var sannfærður um, að einn
góðan veðurdaginn myndi það
brotna undir honum. En hann var
ungur og staðráðinn í að vinna sér
frama; hann hfði nú stýrt þessari
gömlu skútu í rösk þrjú ár, og vetur-
inn áður hafði hann haft gott upp úr
sér.
Wes Kean hafði sérstaka ástæðu til
að vera kappsamari en flestir aðrir.
Faðir hans, Abram Kean, Abe skip-
stjóri, eins og hann var kallaður, var
yfirmaður selveiðiflotans. Hann var
þá 59 ára, en þegar orðinn eins
konar goðsögn. Hann var frægur fyrir
fundvísi sína á seli. Hann var harður
karl og hrottafenginn, sögðu féndur
hans, hann hætti mannslífum eins
og ekkert væri sjálfsagðara, einkum
lífum óbreyttra fiskimanna og sel-
veiðimanna. En þessir menn gættu
þess að opna ekki munninn, þegar
gamli maðurinn var nærri, og enginn
átti jafn litríkan feril að baki og
hann.
Wes hélt inn til Wesleyville á
norðvesturodda eyjarinnar til þess að
taka afganginn af áhöfn sinni um
borð. Gömlu sjóúlfarnir í hópnum
vöruðu hann við. Veturinn hafði
þegar fengið auknefnið ,,rokavetur-
inn mikli,” og varla leið sú vika,