Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 11
HVlLEITA KARLAR EKKI HJÁLPAR?
9
byggð á þessari karlmennskuhug-
mynd,” segir Sherman. „Margar
eiginkonur álíta að hjá karlmönnun-
um geti þær leitað að siðferðilegum
og andlegum styrk og á hann geti
þær treyst. Þegar konan lítur þannig
á málin, styrkir hún manninn sinn
í sömu trú. Hún getur skammað
hann fyrir að vera ekki blíðari og
opnari eða fyrir að vilja ekki hjálp
vegna fjölskylduvandamáls — og á
sama tíma verið trú þeirri hugmynd
karlmennskunnar, að viðurkenna
ekki mannlegan veikleika.”
Allir, sem málið varðar, þurfa að
vinna saman að vandamálum til-
finningalegs eðlis. Og hver sá, sem
er tengdur vandamáli karlmanns,
ætti líka að sýna vilja sinn til að leita
aðstoðar. ,,Eiginkonan ætti ekki að
segja við manninn sinn: ,,Það er
eitthvað að þér þú þarft að fá hjálp. ’ ’
Það sem hún ætti að segja: ,,Ég
ætla að skreppa svolítið og mig langar
til þess að þú komir líka — okkar
beggja vegna. Með því að biðja
hann að koma þeirra beggja vegna
en ekki vegna þess, að hann þarfnist
þess — gefur hún honum tækifæri til
að fínna , ,einhvern’ ’ án þess að skella
skuldinni á hann einan.
Það hefur aldrei verið til nokkur
manneskja, sem hefur ekki einhvern-
tímaþarfnast hjálpar annarra. Margir
karlmenn eru hreyknir af karl-
mennsku sinni; en með því að kenna
þeim að þeir verði alltaf að vera
sterkir og megi aldrei sýna við-
kvæmni, sem við eigum öll, leggjum
við þunga byrði á herðar þeim. Byrði,
sem aðeins fáum heppnast að axla.
Menn eru farnir að skilja, að ef
til vill skaði það þá ekkert að
gangast við því, að þeim mistakist
við og við. Sherman segir: „Vissu-
lega eru það konur, sem fyrst leita
til okkar, í fíórum tilfellum af
hverjum fimm — en fyrir tíu árum
hefðu það verið í níu skipti af
hverjum tíu.” Það er erfitt fyrir flesta
karlmenn að taka ráðgjöf felagsráð-
gjafa, jafnvel lítillækkandi. Til þess
að árangur náist, þarfnast þeir
hjálpar þeirra, sem í kringum þá eru,
þeirra, sem þykir vænt um þá.
HANN VlSAR VEGINN...
Einn úr söfnuðinum mínum bað á dögunum um leyfi til að taka
guðsþjónustu mína upp á segulband, svo hann gæti lofað konu sinni,
sem lá lasin heima, að heyra hana. Hann fékk auðvitað leyfið, og síðan
fékk ég bandið lánað hjá honum, því mig langaði að heyra hvernig
predikun mín hljómaði.
Ég hlustaði með ánægju á inngangsbænina, á tónið og fallegu
sálmana, og þegar prédikunin hófst, hallaði ég mér aftur á bak I
hægindastólnum til þess að dæma hana hlutlaust. Tæpum hálftíma
seinna vaknaði ég við þýða orgeltónana í síðasta sálminum.
Sr. S.B.