Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 58
56
URVAL
Nú bergi ég bikar lifsins
til botns við endaða för;
eitraðar dreggjar dauðans
drekk ég með bros á vör.
Þá féll hann dauður til foldar,
fölur og elligrár.
Þau blæddu ekki lengur né brunnu,
hans banvænu holundarsár.
Svo tóku menn gröf og grófu
í guðsnafni stirðnað hold.
En karlfjandinn kunni ekki við sig
í kistu og vígðri mold.
Nú gengur hann ljósum logum
um lífsins ómælisveg.
Ennþá er brún hans úfin.
og augun — djöfulleg.
ÞÚ SEM ELDINN ÁTT í HJARTA
Þú sem eldinn átt í hjarta,
óhikandi og djarfur gengur
út í myrkrið ægisvarta
eins og hetja og góður drengur.
Alltaf leggur bjarmann bjarta
af brautryðjands helgu glóð.
Orð þín loga, allt þitt þlóð;
á undan ferðu og treður slóð.
Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta,
sem kunna öll sín sólarljóð.
Einn þú klifrar upp í móti,
er aðrir hrapa í gljúfrin niður;
flýrð ei, þó að fjendur hóti,
en fram til marksins braut þér ryður.
Þó beint sé að þér banaspjóti,
bliknarðu ei né lítur við;
biður engan guð um grið;
geislinn sigrar náttmyrkrið.
Lífsins illu öndum móti
enn þú þerst — og semur frið.
Langt á undan lýðnum þeysir.
Ljóð þín ást og skelfing valda.
Þú ert Hekla, þú ert Geysir, —
þíðir snæ og jökla kalda.
Frelsið þú úr læðing leysir,
lífgar andleg þrotaþú,
milla heima byggir brú,
boðar lýðnum nýja trú.
Andanum þú eldþorg reisir.
Ódauðlegur verður þú.
Þú ert kóngur lista og ljóða,
lífsins svanur ódauðlegi,
syngur um hið göfga og góða,
gerir nótt að björtum degi,
hefur grátnum gleði að bjóða,
gullið þeim, sem snauður er,
léttir af þeim, sem byrði ber,
bendir þeim sem villtur fer.
Óskasteina allra þjóða
áttu falda í brjósti þér.