Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 75
TENGSL MlN VID ÍRA
73
allt.” Þetta var alveg rétt. írar skynja
kvölina og þjáninguna og þá einkum
sjálfskaparvítin. Það er hægt að
fyrirgefa óvini. Það er erfiðara að
fyrirgefa sjálfum sér.
Ég gekk á milli tveggja ömurlegra
húsaraða í áttina að grágræna Shann-
onfljótinu, sem streymdi þögult sína
leið. Ég var svöng. Mér varð hugsað
til Maríu og Kötu, sem höfðu aðeins
fengið te og brauðsneið í kvöldmat-
inn. Svo mundu þær flækjast um
göturnar á eftir í þeirri von, að þær
fyndu einhvers staðar penny. Svo
færu þær heim, og mættu eiga von á,
að daunill vætan seytlaði svo niður
til þeirra af efri hæðinni.
Við fórum að sjá „Glerdýrin”.
Ég hélt, að kannski væri það aðeins
á færi írskrar leikkonu að túlka per-
sónuleika taugaveiklaðrar Suðurríkja-
konu á sannan hátt. Þær áttu báðar
heima í litlum löndum, sem beðið
höfðu ósigur, þar sem dýrðina var
aðeins að finna í fortíðinni. María
sagði, að það hefði verið „langdreg-
inn saknaðarblær í rödd” aðalleik-
konunnar. Kata sagði: ,,Hún hafði
svo ásækin augu. ’’
Næsta kvöld heimsóttu þær syst-
urnar mig í gistihúsið. Ég bað þær
um að syngja hina viðkvæmnislegu
söngva írlands, og þær urðu við
beiðni minni. Þær sungu ,,Danny
Boy”, „Galwayflói” og ,,Ég fer með
þig heim aftur, Kathleen”. Kata
hafði allmikla altrödd, en María
hafði mjúka sópranrödd. Ég er alveg
laglaus og varð því alveg steinhissa
á getu þeirra. Kata var alveg stein-
hissa á þessari undrun minni. ,,Hver
lifandi mannvera getur sungið,”
sagði hún við mig. „Þannig skapaði
guð okkur.”
Ég bað systurnar og móður þeirra
að borða með mér kvöldmat næsta
kvöld. Tíndar höfðu verið saman
ýmsar viðhafnarflíkur og ýmislegt
stáss úr allri herskálabyggingunni til
þess að lána frú Flynn af þessu til-
efni. í leigubílnum á leið inn í bæinn
krossaði hún sig í hvert skipti sem
við fórum fram hjá krossi, presti,
nunnu eða kirkju. Ég óttaðist, að
lánsblússan og svart- og hvítköflótta
taftpilsið, sem hún hafði einnig
fengið að láni, yrðu orðin gatslitin
áður en við settumst að snæðingi.
,,Það er synd, að stúlkurnar skuli
verða að hætta skólagöngu svona
fljótt,” sagði ég.
,Já, það er það,” svaraði hún.
,,En þær eru nú orðnar stórar og
sterkar stúlkur, og þær geta þénað vel
yfir í Englandi. ’ ’
„Hvernig litist þér á það, ef þær
fengju tækifæri til þess að komast til
Ameríku og njóta þar dálítið meiri
menntunar?” spurði ég.
,,Það er draumur hvers íra að
komast til Bandaríkjanna,” svaraði
hún.
Loks var ég farin að tala við hana
um það, sem hafði verið efst í huga
méríheila viku: ,,Gæti móðir sleppt