Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 71

Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 71
TENGSL MlN VIÐ IRA 69 mörgum árum eftir fyrstu fundina, og sannarlega ekki mögulegt við hina fyrstu fundi heldur, hvers vegna sum andlit draga mann að sér og önnur hrinda manni frá sér. Til þess þyrfti maður að muna þau andlit, sem á vegi manns hafa orðið t hálfa öld, og skilnig á persónuleikunum, sem að baki þeirra duldust. Maður þyrfti að muna gleðina og vonþrigðin, sem þeim voru tengd. Telpan, sem kom nú gangandi í áttina til mín, rauð- hærð og bláeygð, hafði ekki aðra fegurð til að bera en þá, sem gerir það að verkum, að án hennar verður hið unaðsfegursta andlit ekki minn- isstætt. Hún hafði andlit, sem vírtist segja: ,,Mér þykir gaman að lifa og að vera með þér. ’ ’ Þegar hún kom til mín sagði ég: ,,Mig langarí te. Viltu þiggja te með mér?” Já, hún vildi það. En hún pantaði í rauninni fullkomna máltíð, sem nægt hefði sveltandi karlmanni. Kannski hefur hún verið svöng. Hún leysti úrspurningum mínum, á meðan við biðum eftir matnum. Nafn hennar var María Theresa Flynn. Hún var önnur í röðinni af sex börnum. Mamma hennar var ekkja, hreingernigakona, sem vann sér inn 75 cent á dag, þegar vinnu var að fá. Og á þeim sultarlaunum ól hún önn fyrir börnunum sínum sex og þar að auki gamalli móður sinni. Faðirinn, sem verið hafði her- maður í breska hernum, hafði dáið úr krabbameini á fertugsaldri. María var 11 ára gömul og gekk í kirkju- skóla, þar sem nunnur kenndu. Skólagöngu hennar yrði brátt lokið. ,,Og hvað tekur þá við?” ,, Verksmiðjurnar í Englandi. ’ ’ Hún spurði mig líka spurninga. Hún spurði, hvort ég væri ekkja. ,,Nei,” svaraði ég. „Maðurinn minn stjórnar nokkrum skólum.” ,,Og gefur hann þér peninga til þess að ferðast fyrir?” ,,Ég hef eigið fé til ráðstöfunar. Ég er rithöfundur.” , Já, ég hélt líka, að þú værir ekki bara eiginkona.” Þegar við fengum matinn, gerði ég mér grein fyrir því, að María átti við vandamál eitt að etja. Hún kunni ekki að nota hnif og gaffal. Og ég gat ekki orðið henni til aðstoðar á óbeinan hátt, þar eð ég hafði bara pantað te og köku, og til slíks þurfti ég bara lítinn gaffal. Maria handlék hnífinn og gaffalinn eins og mann- eskja, sem ýtt hefur verið út á tenn- isvöll í fyrsta skipti og réttur hefur verið tennisspaði með þeim fyrirmæl- um að leika. Mér hafði láðst að Ieggja munnþurrkuna í kjöltu mér. Nú gerði ég það, og þá greip hún sína strax og gerði hið sama. Hún var svo viðbragðsfljót, skynsöm og óhrædd, að það var næstum óþægilegt að þurfa að gerast kennari hennar á slík- um opinberum stað. Aðeins tveim tímum fyrr hafði það verið ætlun mín að halda áfram ferð minni til Achilleyjar næsta morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.